- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

FH er komið yfir – vítakast Einars fór í stöngina

Jón Bjarni Ólafsson skorar eitt af mörkum sínum gegn Selfossi í kvöld. Mynd/J.L.Long
- Auglýsing -

FH er komið með yfirhöndina í rimmunni við Selfoss í átta liða úrslitum Olísdeildar karla eftir nauman sigur á Selfossi, 30:29, í fyrstu viðureign liðanna í Kaplakrika í kvöld. Tæpari gat sigurinn ekki orðið. Einar Sverrisson gat jafnað metin fyrir Selfoss og tryggt liðinu framlengingu úr vítakasti eftir að leiktíminn var á enda. Honum brást bogalistin. Boltinn fór í stöng FH-marksins.


Næsta viðureign liðanna verður í Sethöllinni á Selfossi á þriðjudagskvöld. Selfoss verður að vinna til leikinn til þess að tryggja sér oddaleik í Kaplakrika á sumardaginn fyrsta.

Tveimur mörkum munaði á liðunum eftir fyrri hálfleik, 15:13, eftir að heimamönnum tókst að skora tvö mörk í röð.

Ásbjörn Friðriksson skoraði afar mikilvæg mörk á köflum leiksins í síðari hálfleik þegar FH-ingum gekk illa að opna vörn Selfoss. Þá tókst Ásbirni að höggva á hnútinn. Mynd/J.L.Long


FH var með yfirhöndina frá upphafi til enda í stórskemmtilegum leik í Kaplakrika. Selfossliðið hafnaði fjórum mörkum undir í tvö skipti en kom alltaf til baka. Hinsvegar tókst liðinu aldrei að komast yfir þótt nokkur tækifæri byðust til þess í þau skipti sem metin voru jöfnuð. Þess vegna má segja að endalokin lýsi leik Selfoss liðsins í hnotskurn að kjörið tækifæri gekk liðinu úr greipum í leikslok. Þau voru allnokkur. Þetta var „næstum því leikur“ hjá Selfoss liðinu.


Mörk FH: Einar Bragi Aðalsteinsson 6, Ásbjörn Friðriksson 5/1, Birgir Már Birgisson 4, Jóhannes Berg Andrason 4, Einar Örn Sindrason 3/1, Jakob Martin Ásgeirsson 2, Jón Bjarni Ólafsson 2, Egill Magnússon 2, Leonharð Þorgeir Harðarson 1, Daníel Matthíasson 1.
Varin skot: Phil Döhler 11, 28,2% – Axel Hreinn Hilmisson 0.
Mörk Selfoss: Einar Sverrisson 8/2, Richard Sæþór Sigurðsson 4, Elvar Elí Hallgrímsson 3, Tryggvi Sigurberg Traustason 3, Ísak Gústafsson 3, Guðmundur Hólmar Helgason 3, Atli Ævar Ingólfsson 2, Karolis Stropus 2, Ragnar Jóhannsson 1.
Varin skot: Vilius Rasimas 16, 37,2% – Jón Þórarinn Þorsteinsson 2, 40%.

Handbolti.is fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -