- Auglýsing -
- Auglýsing -

FH hafði betur í Hafnarfjarðarslag – Stjarnan vann mótið

FH-ingurinn Jón Bjarni Ólafsson búinn að snúa af sér tvo leikmenn Hauka í leiknum í kvöld. Mynd/J.L.Long
- Auglýsing -

FH vann öruggan sigur á Haukum í síðasta leik Hafnarfjarðarmóts karla í handknattleik á Ásvöllum í kvöld, 30:23, eftir að hafa verið átta mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 19:11. Þar með varð ljóst að Stjarnan vann Hafnarfjarðarmótið að þessu sinni. Liðið fékk fjögur stig og var eina taplausa liðið á mótinu. Lokastöðuna er að finna neðst í þessari grein.


FH byrjuðu leikinn af miklum krafti. Varnarleikurinn var til fyrirmyndar og markvarslan góð hjá Phil Döhler. Reyndar átti kappinn stórleik þegar upp var staðið.

Haukar náðu aldrei að brjóta góða vörn FH-inga á bak afur. M.a. sökunuðu Haukar Adams Hauks Baumruk að þessu sinni.


Leikmenn FH voru mun betur upplagðir en gegn ÍBV í fyrrakvöld. Þeir gáfu ekkert eftir í síðari hálfleik.

Myndasyrpa: Haukar – FH, 23:30


Enn og aftur gengur örðuglega að halda saman tölfræði leikjanna á Hafnarfjarðarmótinu og ljóst að fæðingahríðir séu á endurbættu kerfi HBStatz. Þar segir að lyktir leiksins hafi verið 27:19 en ekki 30:23 eins og kom fram í útsendingu haukartv frá leiknum. Tölfræði HBStatz frá leiknum er hér fyrir neðan:


Mörk Hauka: Guðmundur Bragi Ástþórsson 7, Atli Már Báruson 4, Brynjólfur Snær Brynjólfsson 3, Geir Guðmundsson 2, Stefán Rafn Sigurmannsson 1, Birkir Snær Steinarsson 1, Ihor Kopyshynsky 1.
Varin skot: Stefán Huldar Stefánsson 11.

Mörk FH: Egill Magnússon 5, Jóhannes Berg Andrason 5, Leonharð Þorgeir Harðarson 5, Jón Bjarni Ólafsson 4, Einar Bragi Aðalsteinsson 2, Einar Örn Sindrason 2, Ásbjörn Friðriksson 1, Birgir Már Birgisson 1, Jakob Martin Ásgeirsson 1, Róbert Dagur Davíðsson 1.
Varin skot: Phil Döhler 15.

Hergeir Grímsson, nýr liðsmaður Stjörnunnar, á auðum sjó. Rúnar Kárason, Eyjamaður, fylgist varnarlaus með. Mynd/J.L.Long


Lokastaðan:

Stjarnan312089 – 854
FH311193 – 933
Haukar311184 – 903
ÍBV3102103 – 1012
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -