- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

FH-ingar stefna ótrauðir til Minsk – leika heima og að heiman

FH-ingar fara til Minsk síðla í næsta mánuði. Mynd/J.L.Long
- Auglýsing -

FH-ingar halda ótrauðir áfram að búa sig undir ferð til Hvíta-Rússlands í næsta mánuði þar sem þeirra bíður leikur við SKA Minsk í annarri umferð Evrópubikarkeppninnar í karlaflokki. Hvíta-Rússland er eingangrað um þessar mundir og samgöngur við landið eru takmarkaðar. Evrópsk flugfélög fljúga til að mynda ekki til Hvíta-Rússlands.


Ásgeir Jónsson, formaður handknattleiksdeildar FH, sagði við handbolta.is að leikið verði heima og að heiman. Fyrri viðureignin verður í Kaplakrika laugardaginn 16. október og sú síðari laugardaginn 23. október í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands.


Áætlanir gera ráð fyrir að FH-liðið fljúgi til Varsjár og aki þaðan í langferðabifreið til Minsk. Að sögn Ásgeirs er reiknað með að ferðin frá Varsjá til Minsk taki átta til níu stundir. Farin verður sama leið til baka að leik loknum.


„Við erum í góðu sambandi við utanríkisráðuneytið og EHF sem er okkur innan handar með ferðalagið, vegabréfsáritanir og fleira,“ sagði Ásgeir Jónsson, formaður handknattleiksdeildar FH við handbolta.is.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -