- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

FH komst upp að hlið ÍR – HK og Fram fögnuðu í Grillinu

Sigrún Jóhannsdóttir skoraði sjö mörk fyrir FH í fyrsta leik liðsins í Grill66-deildinni á þessari leiktíð. Mynd/J.L.Long
- Auglýsing -

FH tókst ekki að komast upp fyrir ÍR í Grill66-deild kvenna í kvöld í baráttunni um efsta sæti deildarinnar. FH tókst aðeins að krækja í annað stigið í heimsókn sinni til ungmennaliðs Vals í Origohöllina, 29:29. FH og ÍR hafa þar með sjö stig hvort í tveimur efstu sætum deildarinnar að loknum fimm leikjum en ÍR vann Gróttu á föstudagskvöld.


Ungmennalið Fram sækir hart að efstu liðum deildarinnar og hefur nú sex stig eftir fjóra leiki. Fram vann ungmennalið Stjörnunnar í Framhúsinu í dag, 37:32, í hörkuleik þar sem sóknarleikurinn var í öndvegi.


Ungmennalið HK skildi Fjölni/Fylki eftir á botni deildarinnar í dag. HK vann ungmennalið ÍBV, 24:22, í Kórnum, komst þar með upp í áttunda sæti deildarinnar úr því ellefta og síðasta.


Valur U – FH 29:29 (16:13).
Mörk Vals U.: Lilja Ágústsdóttir 9, Vala Magnúsdóttir 5, Hildur Sigurðardóttir 3, Sunna Friðriksdóttir 3, Hanna Karen Ólafsdóttir 3, Berglind Gunnarsdóttir 2, Tanja Geirmundsdóttir 1, Erna Björk Björgvinsdóttir 1, Guðrún Hekla Traustadóttir 1, Vaka Sigríður Ingólfsdóttir 1.
Mörk FH: Arndís Sara Þórsdóttir 6, Emilía Steinarsdóttir 6, Fanney Þóra Þórsdóttir 5, Aþena Arna Ágústsdóttir 4, Emma Havin Sardarsdóttir 3, Hildur Guðjónsdóttir 3, Sigrún Jóhannsdóttir 2.


HK U – ÍBV U 24:22 (10:10).
Mörk HK U.: Karen Hrund Logadóttir 5, Alfa Brá Oddsdóttir 3, Leandra Náttsól Salvamoser 3, Margrét Guðmundsdóttir 3, Karen Hekla Magnúsdóttir 3, Amelía Laufey Miljevic 2, Embla Steindórsdóttir 2, Temla Medos 2, Aníta Eik Jónsdóttir 1.
Mörk ÍBV U.:
Þóra Björg Stefánsdóttir 8, Aníta Björk Valgeirsdóttir 4, Sara Dröfn Richardsdóttir 3, Ólöf María Stefánsdóttir 3, Sara Sif Jónsdóttir 2, Amelía Einarsdóttir 2.


Fram U – Stjarnan U 37:32 (20:15).
Mörk Fram U.: Erna Guðlaug Gunnarsdóttir 10, Svala Júlía Gunnarsdóttir 8, Valgerður Arnalds 7, Margrét Castillo 5, Íris Anna Gísladóttir 4, Tinna Valgerður Gísladóttir 2, Elísabet Ósk Ingvarsdóttir 1.
Mörk Stjörnunnar: Katla María Magnúsdóttir 14, Sona Lind Sigsteinsdóttir 6, Thelma Lind Victorsdóttir 3, Thelma Dögg Einarsdóttir 2, Ásthildur Bjarkadóttir 2, Thelma Sif Sófusdóttir 2, Hanna Guðrún Hauksdóttir 1, Birta María Sigmundsdóttir 1, Hekla Rán Hilmisdóttir 1.


Stöðuna og næstu leiki í Grill66-deild kvenna má sjá hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -