- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

FH og ÍBV mætast í undanúrslitum í byrjun maí

FH-ingar leika báða leiki sína í 1. umferð Evrópbikarkeppninnar í Argos í Grikklandi. Mynd/J.L.Long
- Auglýsing -

FH og ÍBV mætast í undanúrslitum úrslitakeppni Olísdeildar karla í handknattleik. Það varð ljóst eftir að liðin sendu andstæðinga sína, Selfoss og Stjörnuna, í frí frá keppni í kvöld. ÍBV vann Stjörnuna öðru sinni í hörkuleik í TM-höllinni, 27:23. FH fór létt með Selfoss í Sethöllinni á Selfossi, 33:24, í leik sem aldrei varð spennandi, slíkur voru yfirburðir FH-inga.


Fyrsti leikur FH og ÍBV verður í Kaplakrika fimmtudaginn 4. maí. Vegna landsleikja í næstu viku verður gert hlé á úrslitakeppninni fram yfir mánaðamót.


Stjarnan mætti ÍBV af miklum krafti í TM-höllinni í kvöld og réði lögum og lofum allan fyrri hálfleikinn. Garðbæingar urðu fyrir áfalli strax í upphafi leiks, eins og í Eyjum á laugardaginn. Starri Friðriksson fékk rautt spjald eftir tæpar fimm mínútur og kom þar af leiðandi ekki meira við sögu. Eitthvað sem Stjarnan mátti ekki við vegna þess að nokkrir leikmenn liðsins voru þegar úr leik vegna meiðsla.


Leikmenn Stjörnunnar mættu Eyjamönnum af fullum þunga í fyrri hálfleik. Leikmenn ÍBV voru eins og slegnir út af laginu og náðu sér engan veginn á strik. Ekki hjálpaði þeim heldur að Adam Thorstensen átti stórleik í marki Stjörnunnar. Staðan að loknum fyrri hálfleik var 15:10, Stjörnunni í vil.


Eyjamenn vorum sjálfum sér líkari í síðari hálfleik. Þeir unnu sig hægt og bítandi inn í leikinn og komst yfir fyrst, 21:20. Eftir það var ekki aftur snúið að þeirra hálfu. Rúnar Kárason fór á kostum og fleiri einnig.


Stjörnunni vantaði meiri breidd til þess að standast ÍBV snúning. Margir leikmenn liðsins eru fjarverandi. En hrós á þá sem eftir stóðu að gera allt sem hægt var til að velgja leikmönnum ÍBV hressilega undir uggum.

Selfoss – FH 24:33 (10:19).

Mörk Selfoss: Hannes Höskuldsson 7/2, Einar Sverrisson 4, Ísak Gústafsson 3, Richard Sæþór Sigurðsson 2, Gunnar Kári Bragason 2, Sölvi Svavarsson 2, Karolis Stropus 2, Tryggvi Sigurberg Traustason 1, Guðmundur Hólmar Helgason 1.
Varin skot: Jón Þórarinn Þorsteinsson 11, 36,7% – Alexander Hrafnkelsson 7/1, 58,3% , Vilius Rasimas 1, 12,5%.
Mörk FH: Einar Bragi Aðalsteinsson 7, Birgir Már Birgisson 6, Ásbjörn Friðriksson 6/3, Jakob Martin Ásgeirsson 4, Jón Bjarni Ólafsson 2, Jóhannes Berg Andrason 2, Daníel Matthíasson 2, Leonharð Þorgeir Harðarson 1, Einar Örn Sindrason 1, Egill Magnússon 1, Phil Döhler 1.
Varin skot: Phil Döhler 14/1, 37,8% – Axel Hreinn Hilmisson 0.

Stjarnan – ÍBV 23:27 (15:10).

Mörk Stjörnunnar: Björgvin Þór Hólmgeirsson 7/1, Hergeir Grímsson 6, Hjálmtýr Alfreðsson 3, Hrannar Bragi Eyjólfsson 2, Þórður Tandri Ágústsson 2, Gunnar Steinn Jónsson 1, Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson 1.
Varin skot: Adam Thorstensen 16/2, 40%.
Mörk ÍBV: Rúnar Kárason 11/1, Kári Kristján Kristjánsson 5, Janus Dam Djurhuus 4, Gabríel Martinez 3, Arnór Viðarsson 2, Sigtryggur Daði Rúnarsson 2.
Varin skot: Petar Jokanovic 8/2, 53,3% – Pavel Miskevich 6, 30%.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -