- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

FH átti við ofurefli að etja

Ásbjörn Friðriksson sækir að vörn SKA Minsk í fyrri viðureign liðanna. Mynd/J.L.Long
- Auglýsing -

FH-ingar áttu við ofurefli að etja þegar þeir mættu liði SKA Minsk í fyrri umferð Evrópubikarsins í handknattleik karla, 2. umferð í Kaplakrika í kvöld. Leikmenn SKA voru mun sterkari frá upphafi til enda. Þrautþjálfaðir atvinnumenn sem gáfu ekkert eftir svo vart var veikan blett að finna. Þegar upp var staðið var munurinn átta mörk, 37:29. SKA var sex mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 20:14.


Síðari leikurinn verður í Minsk eftir viku og ljóst að eftir leikinn í dag verður á brattann að sækja fyrir FH-inga sem mættu hreinlega ofjörlum sínum að þessu sinni. Munurinn varð mestur tíu mörk í síðari hálfleik.
Þrátt fyrir allt þá börðust FH-ingar til enda og gerðu hvað þeir gátu til að lágmarka skaðann.


Mörk FH: Egill Magnússon 10, Gytis Smantauskas 6, Jón Bjarni Ólafsson 4, Birgir Már Birgisson 3, Einar Örn Sindrason 3, Ásbjörn Friðriksson 2/1, Jakob Martin Ásgeirsson 1.

Varin skot: Phil Döhler 11.

Handbolti.is fylgdist með leiknum í texta- og stöðuppfærslu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -