- Auglýsing -
- Auglýsing -

FH skellti Val, KA sneri við taflinu, Grótta vann í Garðabæ – úrslit kvöldsins og staðan

Gytis Smantaskas, Ágúst Birgisson og Ísak Rafnsson gáfu Magnúsi Óla Magnússyni ekki þumlung eftir í kvöld. Mynd/J.L.Long
- Auglýsing -

FH-ingar hefndu fyrir tapið fyrir Val í undanúrslitum Coca Cola-bikarsins á dögunum þegar þeir tóku á móti Val í kvöld í Kaplakrika í 18. umferð Olísdeildar karla. FH-liðið var með yfirhöndina í leiknum frá upphafi til enda og var mest 12 mörkum yfir, 26:14. Phil Döhler átti stórleik í marki FH sem er í öðru sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir Haukum sem unnu vinnusigur á baráttuglöðum Víkingum í kvöld, 28:26, á Ásvöllum.

Jakob Martin Ásgeirsson á auðum sjó. MyndJ.L.Long


Grótta gerði sér lítið fyrir og lagði Stjörnuna á sannfærandi hátt í TM-höllinni, 30:27. Grótta er þar með aðeins stigi á eftir Fram í 10. sæti. Sigur Gróttu á sama tíma og HK og Víkingar töpuðu gerði að verkum að nú eiga tvö síðarnefndu liðin ekki lengur möguleika á að halda sæti sínu í Olísdeildinni.

Framarar fóru illa að ráði sínu gegn KA á heimavelli. Eftir að hafa verið sex mörkum yfir í hálfleik, 15:9, þá féll leikmönnum Fram allur ketill í eld í þeim síðari og silfurliðið í Coca Cola-bikarnum fór með stigin tvö í farteskinu norður, 26:24.


ÍBV færðist upp í fjórða sæti Olísdeildarinnar með sigri á Aftureldingu, 32:29. Afturelding er í áttunda sæti með 18 stig eins og Stjarnan sem er í sjöunda sæti.


Selfoss situr í fimmta sæti með 20 stig eftir stórsigur á HK, 33:23, í Sethöllinni á Selfossi. HK hélt í við Selfossliðið í fyrri hálfleik en í síðari hálfleik var annað upp á teningnum.

Handbolti.is fylgdist með leikjum kvöldsins á leikjavakt.


Haukar – Víkingur 28:26 (13:9).
Mörk Hauka: Darri Aronsson 6, Guðmundur Bragi Ástþórsson 4, Stefán Rafn Sigurmannsson 4/1, Ólafur Ægir Ólafsson 3, Adam Haukur Baumruk 3, Ihor Kopyshynskyi 2, Gunnar Dan Hlynsson 2, Geir Guðmundsson 1, Brynjólfur Snær Brynjólfsson 1, Atli Már Báruson 1, Tjörvi Þorgeirsson 1, Geir Guðmundsson 1.
Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 12/1, 32,4%.
Mörk Víkings: Arnar Gauti Grettisson 4, Jóhann Reynir Gunnlaugsson 4, Jóhannes Berg Andrason 4, Styrmir Sigurðsson 4, Benedikt Elvar Skarphéðinsson 3/3, Jón Hjálmarsson 2, Andri Dagur Ófeigsson 2, Hjalti Már Hjaltason 1, Logi Ágústsson 1, Ólafur Guðni Eiríksson 1.
Varin skot: Jovan Kukobat 12/2, 33,3% – Bjarki Garðarsson 1, 20%.

FH – Valur 30:22 (17:9).
Mörk FH: Einar Örn Sindrason 5, Jakob Martin Ásgeirsson 5, Jóhann Birgir Ingvarsson 4, Gytis Samntauskas 4, Ásbjörn Friðriksson 4, Jón Bjarni Ólafsson 3, Birgir Már Birgisson 2, Ágúst Birgisson 2, Phil Döhler 1.
Varin skot: Phil Döhler 17, 44,7%.
Mörk Vals: Arnór Snær Óskasson 6/2, Magnús Óli Magnússon 6, Vignir Stefánsson 5, Tjörvi Týr Gíslason 2, Agnar Smári Jónsson 1, Einar Þorsteinn Ólafsson 1, Agnar Smári Jónsson 1.
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 5, 21,7% – Sakai Motoki 5, 29,4%.

Selfoss – HK 33:23 (16:14).
Mörk Selfoss: Karolis Stropus 7, Atli Ævar Ingólfsson 5/2, Ragnar Jóhannsson 5, Richard Sæþór Sigurðsson 3, Tryggvi Þórisson 3, Tryggvi Sigurberg Traustason 3, Guðjón Baldur Ómarsson 3, Hannes Höskuldsson 2.
Varin skot: Vilius Rasimas 10/2, 34,5% – Sölvi Ólafsson 3, 42,9%.
Mörk HK: Einar Pétur Pétursson 4/1, Einar Bragi Aðalsteinsson 4, Hjörtur Ingi Halldórsson 3, Bjarki Finnbogason 3, Elías Björgvin Sigurðsson 2, Kristófer Ísak Bárðarson 2, Kristján Ottó Hjálmsson 3, Styrmir Máni Arnarsson 1, Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha 1, Sigurvin Jarl Ármannsson 1.
Varin skot: Sigurjón Guðmundsson 13, 34,2% – Róbert Örn Karlsson 1, 11,1%.


Stjarnan – Grótta 27:30 (18:18).
Mörk Stjörnunnar: Hrannar Bragi Eyjólfsson 6, Starri Friðriksson 6/3, Hafþór Már Vignisson 5, Tandri Már Konráðsson 4, Dagur Gautason 3, Þórður Tandri Ágústsson 3, Gunnar Steinn Jónsson 1.
Varin skot: Arnór Freyr Stefánsson 6, 24% – Sigurður Dan Óskarsson 3, 23,1%.
Mörk Gróttu: Andri Þór Helgason 8/2, Birgir Steinn Jónsson 6, Lúðvík Thorberg Bergmann Arnkelsson 4, Hannes Grimm 3, Sveinn Brynjar Agnarsson 2, Ólafur Brim Stefánsson 2, Ágúst Emil Grétarsson 2, Igor Mrsulja 2, Ívar Logi Styrmisson 1.
Varin skot: Einar Baldvin Baldvinsson 10/1, 29,4%.

Fram – KA 24:26 (15:9).
Mörk Fram: Stefán Darri Þórsson 5, Vilhelm Poulsen 5, Reynir Þór Stefánsson 5/5, Þorsteinn Gauti Hjálmarsson 3, Stefán Orri Arnalds 3, Kristinn Hrannar Bjarkason 2, Rógvi Dahl Christiansen 1.
Varin skot: Lárus Helgi Ólafsson 11, 36,7% – Magnús Gunnar Erlendsson 4, 36,4%.
Mörk KA: Óðinn Þór Ríkharðsson 9/2, Allan Norðberg 6, Einar Birgir Stefánsson 3, Ólafur Gústafsson 3, Jón Heiðar Sigurðsson 3, Arnar Freyr Ársælsson 2, Arnór Ísak Haddsson 1.
Varin skot: Nicholas Satchwell 10, 30,3%.

Afturelding – ÍBV 29:32 (14:16).
Mörk Aftureldingar: Þrándur Gíslason Roth 6, Birkir Benediktsson 5, Þorsteinn Leó Gunnarsson 5, Bergvin Þór Gíslason 4, Úlfar Páll Monsi Þórðarson 4/2, Blær Hinriksson 3, Einar Ingi Hrafnsson 2.
Varin skot: Andri Sigmarsson Scheving 9/1, 25%.
Mörk ÍBV: Sigtryggur Daði Rúnarsson 10/4, Friðrik Hólm Jónsson 6, Dagur Arnarsson 4, Arnór Viðarsson 3, Ásgeir Snær Vignisson3, Kári Kristján Kristjánsson 3, Theodór Sigurbjörnsson 2, Róbert Sigurðarson 1.
Varin skot: Björn Viðar Björnsson 6, 28,6% – Petar Jokanovic 3, 17,6%.


Öll tölfræði úr leikjum kvöldsins er að finna hjá HBStatz.

Staðan í Olísdeild karla er hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -