- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fimm breytingar – þar af er einn nýliði í landsliðshópnum

Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari, og Arnór Þór Gunnarsson, fyrirliði á HM í Egyptalandi í janúar 2021. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Fimm leikmenn sem ekki hafa verið með í síðustu verkefnum íslenska karlalandsliðsins í handknattleik eru í 18 manna hópi sem Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari, valdi í dag til þátttöku í þremur síðustu leikjum landsliðsins í undankeppni EM í kringum næstu mánaðarmót. Þar á meðal er einn nýliði, Elvar Ásgeirsson leikmaður Nancy í Frakklandi. Auk hans kom inn í hópinn Daníel Þór Ingason, Gunnar Steinn Jónsson, Sveinn Jóhannsson og Teitur Örn Einarsson.

Einnig kemur Aron Pálmarsson inn í hópinn en hann var ekki með á HM vegna meiðsla. Aron var valinn í landsliðið í mars þegar til stóð að leika við Ísrael á útivelli. Ekkert varð af þeim leik vegna samgönguerfiðleika milli Evrópu og Ísraels vegna kórónuveirunnar.


Enginn þeirra sem valinn er í landsliðið að þessu sinni leikur með íslenskum félagsliðum.


Íslenska landsliðið mætir Ísrael í Tel Aviv 27. apríl. Tveimur dögum síðar sækir það landslið Litháen heim í Vilnius. Lokaleikurinn verður á móti landsliði Ísraels í Schenkerhöllinni á Ásvöllum sunnudaginn 2. maí.


Markverðir:
Ágúst Elí Björgvinsson, KIF Kolding (38/1)
Viktor Gísli Hallgrímsson, GOG (22/1)
Vinstra horn:
Bjarki Már Elísson, TBV Lemgo Lippe (79/219)
Oddur Gretarsson, Balingen-Weistetten (26/36)
Vinstri skytta:
Aron Pálmarsson, Barcelona (149/579)
Daníel Þór Ingason, Ribe Esbjerg HH (31/9)
Ólafur Andrés Guðmundsson, IFK Kristianstad (131/258)
Miðjumenn:
Elvar Ásgeirsson, Nancy (0/0)
Elvar Örn Jónsson, Skjern (43/111)
Gunnar Steinn Jónsson, Göppingen (42/36)
Hægri skytta:
Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg (53/139)
Teitur Örn Einarsson, IFK Kristianstad (18/18)
Viggó Kristjánsson, Stuttgart (18/44)
Hægra horn:
Arnór Þór Gunnarsson, Bergischer HC (120/341)
Sigvaldi Björn Guðjónsson, Vive Kielce (36/73)
Línumenn:
Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen (60/75)
Sveinn Jóhannsson, SønderjyskE Håndbold (9/15)
Ýmir Örn Gíslason, Rhein-Neckar Löwen (50/23)

Tólf úr þessum hóp voru í 20 manna landsliðshópnum sem tók þátt í HM í byrjun ársins. Þeir átta sem eru fjarverandi eru Alexander Petersson, Björgvin Páll Gústavsson, Elliði Snær Viðarsson, Gísli Þorgeir Kristjánsson, Janus Daði Smárason, Kári Kristján Kristjánsson, Kristján Örn Kristjánsson og Magnús Óli Magnússon.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -