- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fimm marka sigur er nauðsynlegur

Leikmenn íslenska landsliðsins leika um sæti á HM í maí. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Íslenska landsliðið í handknattleik karla þarf ekki aðeins að vinna austurríska landsliðið í síðustu umferð milliriðlakeppninnar heldur verður vinna með a.m.k. fimm marka mun til að ná betri innbyrðismarkatölu í keppni við Austurríkismenn og hafa þar með sætaskipti. Sætaskiptin skipta máli vegna þátttökuréttar í forkeppni Ólympíuleikanna sem fram fer 14. til 17. mars.

Ljóst er að takist íslenska liðinu að vinna leikinn á morgun og Ungverjar tapa fyrir Frökkum þá verða Austurríki, Ísland og Ungverjaland jöfn að stigum, með fjögur hvert. Þá munu úrslit í innbyrðisleikjum liðanna þriggja ráða röðinni.

Staðan í innbyrðisleikjum Austurríki, Íslands og Ungverjalands:

leikir:markatala
Ungverjaland262:55+7
Austurríki130:29+1
Ísland125:33– 8


Þar sem Ísland er með sjö mörk í mínus eftir tap fyrir Ungverjum, 33:25, en Austurríki með eitt mark plús eftir sigur á Ungverjum, 30:29, þarf íslenska liðið að vinna upp muninn.

Fimm marka sigur mun bæta markatölu Íslands sem þá endar með tvö mörk í mínus í innbyrðis leikjum liðanna þriggja. Að sama skapi verður Austurríki komið með fjögur mörk í mínus.

Breytist ef Ungverjar krækja í stig

Ef Ungverjar krækja í stig gegn Frökkum, í leik sem hefst eftir viðureign Íslands og Austurríkis, mun eins marks sigur duga íslenska liðinu til að hafa sætaskipti við Austurríki vegna þess að þá verður Ungverjaland komið út úr jöfnunni enda komið með fleiri stig úr öllum leikjum riðilsins.

Ef Ísland vinnur með fjögurra marka munu Ísland og Austurríki standa uppi með jafn mörg mörk í mínus. Þá mun heildarmarkatala allra leikja riðilsins skipta máli. Í þeim samanburði stendur íslenska liðið einnig verr að vígi en Austurríki svo nemur átta mörkum.

Standings provided by Sofascore

EM 2024 – leikjadagskrá, úrslit, staðan – milliriðlar

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -