- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fimm þúsund aðgöngumiðar runnu út

Aron Pálmarsson, leikamaður Aalborg. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Uppselt varð í gærkvöld á viðureign dönsku meistaranna Aalborg Håndbold og Vardar í Meistaradeild Evrópu i handknattleik karla sem fram fer í Gigantium-íþróttahöllinni í Álaborg í kvöld. Fimm þúsund aðgöngumiðar runnu út eins og heitar lummur enda Danir orðnir þyrstir í að mæta á íþróttakappleiki. Fengu færri miða en vildu.


Áhuginn fyrir Aalborgliðinu hefur aukist mikið með frábærum árangri liðsins á síðustu árum en það komst m.a. alla leið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í vor. Einnig hafa nýir leikmenn eins og Aron Pálmarsson orðið til þess að laða fleiri á leiki liðsins auk þess sem mikil eftirvænting ríkir fyrir komu Mikkel Hansen á næsta sumri.


Á síðustu leiktíð lék Aalborg, eins og fleiri dönsk lið, meira og minna fyrir tómum keppnishöllum en nú eftir að öllum samkomutakmörkunum var aflétt þá hafa Danir ekki látið segja sér það tvisvar að mæta á íþróttaviðburði. Má m.a. nefna að troðfullt var út úr dyrum á leik Skjern og Aalborg í keppnishöllinni í Skjern þegar liðin mættust í dönsku úrvalsdeildinni um síðustu helgi.


Arnór Atlason hefur verið aðstoðarþjálfari Aalborg síðustu þrjú ár og lagt sitt lóð á vogarskál uppbyggingar.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -