- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fimmtán marka munur í Mýrinni

Margrét Einarsdóttir markvörður Hauka. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Haukar unnu stórsigur á Stjörnunni í upphafsleik 15. umferðar Olísdeildar kvenna sem fram fór í Mýrinni í Garðabæ í kvöld, 36:21, eftir að hafa verið fjórum mörkum yfir í hálfleik, 16:12. Úrslitin eru e.t.v. í takti við stöðu liðanna og gengi í Olísdeildinni í vetur. Haukar eru 19 stigum á undan Stjörnunni sem er næst neðst á sama tíma og Haukar eru næst efstir. Með leiknum hófst síðasti þriðjungur deildarkeppninnar.

Munurinn var aldrei mikill á liðunum í fyrri hálfleik í kvöld. Forskotið og frumkvæðið var þó alltaf Hauka. Fljótlega í síðari hálfleik skildu leiðir. Margrét Einarsdóttir varði vel í marki Hauka auk þess sem varnarleikurinn var öflugur. Hraðaupphlaup gáfust í kjölfarið. Forskot Hauka jókst jafnt og þétt allt til leiksloka.

Næsti leikur í Olísdeild kvenna verður á föstudagskvöldið þegar Reykjavíkurliðin Valur og Fram mætast . Á laugardaginn verður komið að þriðju viðureign ÍR og Aftureldingar auk þess sem KA/Þór fær ÍBV í heimsókn í KA-heimilið.

Staðan í Olísdeildum.

Mörk Stjörnunnar: Eva Björk Davíðsdóttir 7/4, Helena Rut Örvarsdóttir 6/1, Embla Steindórsdóttir 2/1, Ivana Jorna Meincke 2, Kristín Guðmundsdóttir 1, Anna Lára Davíðsdóttir 1, Anna Lára Davíðsdóttir 1, Guðmunda Auður Guðjónsdóttir 1.
Varin skot: Darija Zecevic 6, 15,8% – Sigrún Ásta Möller 1, 20%.
Mörk Hauka: Sara Odden 8, Inga Dís Jóhannsdóttir 7, Ragnheiður Ragnarsdóttir 5, Sonja Lind Sigsteinsdóttir 5, Sara Katrín Gunnarsdóttir 4, Elín Klara Þorkelsdóttir 3, Ragnheiður Sveinsdóttir 2, Alexandra Líf Arnarsdóttir 1, Rakel Oddný Guðmundsdóttir 1.
Varin skot: Margrét Einarsdóttir 14/2, 41,2% – Elísa Helga Sigurðardóttir 2/1, 66,7%.

Alla tölfræði leiksins er að finna hjá HBStatz.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -