- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fimmtán mörk Brynjars dugðu ekki til sigurs

Byrnjar Óli Kristjánsson var markahæstur hjá Fjölni í sigrinum á Berserkjum. Mynd/Fjölnir - Þorgils G.
- Auglýsing -

Fimmtán mörk Brynjars Óla Kristjánssonar dugðu Fjölni ekki til sigurs á ungmennaliði Selfoss í Hleðsluhöllinni á Selfossi í kvöld í Grill 66-deild karla í handknattleik, lokatölur 33:33. Þar með tapaði Fjölnisliðið sína fyrsta stigi í deildinni á leiktíðinni.

Fjölnir er engu að síður í efsta sæti deildarinnar með fimm stig. Selfoss u situr í sjötta sæti með 3 stig.

Selfoss-liðið var sterkara í síðari hálfleik og hafði í raun stjórna á leiknum nánast frá upphafi þartil í blálokin eð það fór illa að ráði sínu. Liðið var fimm mörkum yfir, 25:20, um miðjan síðari hálfleik og náði mest sjö marka forskoti áður en allt fór í skrúfuna á lokakaflanum. Fjölnir náði að skora síðustu fjögur mörkin og öngluðu í annað stigið. Ungir og gráðugir Selfosspeyjar gerðu sig seka um mörg mistök sem skrifa má á reikning reynsluleysis á síðustu tveimur mínútnum sem varð þess valdandi að Fjölnir fékk eitt stig nánast á silfurfati.

Ekki bætti úr skák fyrir Selfoss undir lokin þegar allt var á leið í skrúfuna að liðið fékk á sig tvær brottvísanir þegar þrjár og hálf mínúta var eftir. Var liðið þá með fjögurra marka forskot.

Mörk Selfoss u.: Ísak Gústafsson 7, Andri Dagur Ófeigsson 6, Guðjón Baldur Ómarsson 5, Arnór Logi Hákonarson 4, Gunnar Flosi Grétarsson 4, Magnús Már Magnússon 3, Elvar Elí Hallgrímsson 3, Alexander Hrafnkelsson 1.

Mörk Fjölnis: Brynjar Óli Kristjánsson 15, Viktor Berg Grétarsson 5, Elvar Otri Hjálmarsson 3, Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson 3, Alex Máni Oddnýjarson 3, Aron Ingi Heiðmarsson 2, Elvar Þór Ólafsson 1, Þorleifur Rafn Aðalsteinsson 1.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -