- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fimmtíu og tvö lið eru skráð til leiks – fleiri í 2. deild karla

Íslandsmeistarar KA/Þórs í handknattleik kvenna 2021. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Alls er skráð til leiks 32 karlalið og 20 kvennalið frá 18 félögum í Íslandsmótinu í handknattleik keppnistímabilið 2021/2022 en lokað hefur verið fyrir skráningu eftir því sem Handknattleikssamband Íslands greinir frá.


Í karlaflokki verður því leikið í þrem deildum. Tólf lið verða áfram í Olísdeild karla, 10 lið leika í Grill 66 deild karla og níu lið leika í 2. deild karla. Talsverð fjölgun liða verður í 2. deild frá nýliðnu keppnistímabili þegar aðeins þrjú lið reyndu með sér.


Tvöföld umferð verður leikin í öllum deildum í karlaflokki.

Í kvennaflokki leika áfram átta lið í Olísdeild kvenna og 12 lið í Grill 66 deild kvenna sem er þremur liðum fleira en á nýliðinni leiktíð.


Leikin verður þreföld umferð í Olísdeild kvenna en tvöföld umferð í Grill 66 deild kvenna.

Dregið verður í töfluröð fyrir miðja vikuna. Í framhaldinu liggur leikjaniðurröðun fyrir.


Deildaskipting á næsta ári er eftirfarandi:
Olísdeild karla:

Haukar.
FH.
Valur.
Selfoss.
Stjarnan.
KA.
ÍBV.
Afturelding.
Fram.
Grótta.
HK.
Kría.

HK og Kría verða nýliðar í deildinni.

Íslandsmeistarar Vals í handknattleik karla 2021. Mynd/Björgvin Franz


Olísdeild kvenna:
KA/Þór.
Fram.
Valur.
ÍBV.
Stjarnan.
Haukar.
HK.
Afturelding.

Afturelding verður nýliði í deildinni.

Grill66-deild karla:
Þór Ak.
ÍR.
Víkingur.
Fjölnir.
Valur U.
Haukar U.
Selfoss U.
Hörður.
Vængir Júpíters.
Afturelding U.

Þór Ak., og ÍR féllu úr Olísdeild karla og ungmennalið Aftureldingar færðist upp í deildina úr 2. deild og tekur sæti ungmennaliðs Fram sem féll úr Grill66-deildinni.

Grill66-deild kvenna:
FH.
Fram U.
Valur U.
Grótta.
ÍR.
HK U.
Fjölnir Fylkir.
Víkingur.
Selfoss.
ÍBV U.
KA/Þór U.
Stjarnan U.

FH féll úr Olísdeild en til viðbótar bætast ungmennlið ÍBV, KA/Þórs og Stjörnunnar.

2. deild karla:
Fram U.
ÍBV U.
Selfoss U2.
Fjölnir U.
Grótta U.
HK U.
KA U.
Stjarnan U.
Víkingur U.

Ungmennalið Aftureldingar, ÍBV og Selfoss skipuðu 2. deild leiktíðina 2021/2022.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -