- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fjögur Íslendingalið af fimm fara í átta liða úrslit

Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður íslenska landsliðsins og GOG í Danmörku. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Fjögur Íslendingalið af fimm sem voru í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handknattleik eru komin í átta liða úrslit eftir síðari leikina sem fram fór í dag. Viktor Gísli Hallgrímsson, landsliðsmarkvörður, og félagar í GOG gerðu sér lítið fyrir og unnu CSKA Moskvu, 35:30, í heimaleik rússneska liðsins. GOG vann einnig fyrri viðureignina á heimavelli sínum fyrir viku, 33:31.


Teitur Örn Einarsson skoraði fjögur mörk og átti eina stoðsendingu þegar IFK Kristianstad vann Ademar León öðru sinni á tveimur dögum í Kristianstad í dag, 34:31, og samtals með tíu marka mun. Báðir leikirnir fór fram í Kristianstad vegna veikinda sem voru í liði Ademar þegar fyrri leikurinn átti að fara fram í síðustu viku. Ólafur Andrés Guðmundsson, fyrirliði Kristianstad, kom ekkert við sögu í leiknum vegna meiðsla.


Ómar Ingi Magnússon og félagar í Magdeburg, unnu annan stórsigur á Eurofram Pelister frá Norður-Makedóníu, að þessu sinni á heimavelli, 35:24. Ómar Ingi skoraði tvö mörk.


Ýmir Örn Gíslson og liðsfélagar í Rhein-Neckar Löwen eru einnig komnir áfram í 8-liða úrslit. Þeir gerðu jafntefli, 27:27, við Nexe frá Króatíu og fara áfram eftir sigur á útivelli fyrir viku.


Lærisveinar Aðalsteins Eyjólfssonar í Kadetten Schaffhausen féllu úr keppni. Kadetten tapaði í dag með sjö marka mun, 32:25, á heimavelli, eftir jafntefli í fyrri viðureigninni í Frakklandi.


Aon Fivers frá Austurríki var úrskurðað tap á móti Füchse Berlin í síðari leiknum í dag eftir að smit kórónuveiru greindist í leikmannahóp Fivers nokkru áður áður en flauta átti til leiks.


Tveir síðustu leikir 16-liða úrslita fara fram í kvöld. Íslendingar koma ekki við sögu í þeim leikjum.


Kadetten – Montpellier, 25:32 (52:59)
Ademar – Kristianstad 31:34 (58:68)
CSKA – GOG 30:35 (61:68)
RN Löwen – Nexe 27:27 (54:52)
Magdeburg – Pelister 35:24 (67:48)
F.Berlin – Aon Fivers, 10:0 (45:27)
Nimes – Medvedi (25:30)
Wisla Plock – Sporting (29:25)

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -