- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fjögur karlalið sem bíða þess að verða dregin út

Árni Bragi Eyjólfsson og Gunnar Kristinn Malmquist Þórsson, leikmenn Aftureldingar. Mynd/Kristján Orri Jóhannsson
- Auglýsing -

Nóg verður að gera í fyrramálið við að draga í fyrsta og aðra umferð í Evrópukeppni félagsliða í höfuðstöðvum Handknattleikssambands Evrópu. Eins og handbolta.is sagði frá fyrr í dag þá taka ÍBV og Valur þátt í Evrópukeppni félagsliða í kvennaflokki og bíða örlaga sinna í fyrramálið.

Fjögur af 76

Fjögur íslensk karlalið verða einnig á meðal 76 liða sem dregin verða út á morgun í fyrstu og annarri umferð Evrópubikarkeppninnar. Valur og FH mætast til leiks strax í fyrstu umferð. Íslandsmeistarar ÍBV og bikarmeistarar Aftureldingar sitja yfir en verða í eldlínunni í annarri umferð keppninnar sem einnig verður dregið í á morgun.


Valur er í efri styrkleikaflokki ásamt:

 • Diomidis Argous, Grikklandi.
 • HC ROBE Zubri, Tékklandi.
 • HC Dinamo, Serbíu.
 • Mistra, Eistlandi.
 • HC Käerjeng, Lúxemborg.
 • Holon Yuvalim HC, Ísrael.
 • Fivers, Austurríki.
 • SV Brixen Handball, Ítalíu.
 • Besiktas, Tyrklandi.
 • RK Sloboda, Bosníu.
 • IFK Handball Helsinki, Finnlandi.

  FH er í neðri styrkleikaflokki ásamt:
 • Donbas, Úkraínu.
 • Granitas-Karys, Litáen.
 • Team Klaksvik, Færeyjum.
 • SKKP Handball Brno, Tékklandi.
 • HC Tallinn, Eistlandi.
 • HC Berchem, Lúxemborg.
 • Bregenz Handball, Austurríki.
 • Handball Meran, Ítalíu.
 • Spor Toto SK, Tyrklandi.
 • HC Amber, Litáen.
 • Neistin, Færeyjum.

  Fyrsta umferð á að fara fram 9. og 10. september og 16. og 17. september.

64-liða úrslit

Alls bíða 52 eftir að hefja keppni þangað til í annarri umferð, 64 liða úrslit, þar á meðal ÍBV og Afturelding. Eyjaliðið verður í efri styrkleikaflokki en Afturelding í þeim neðri eins og Valur og FH ef þau komast áfram. FH og Valur verða engu að síður dregin í aðra umferð ásamt þeim liðum sem þau dragast á móti í fyrstu umferð.

Handbolti.is fylgist með þegar dregið verður í fyrramálið og skýrir frá niðurstöðum þegar þær liggja fyrir.

Nánar er hægt að kynna sér röðunina og leikdaga á meðfylgjandi skjali.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -