- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fjögur lið í hnapp þegar keppni er hálfnuð

Úlfhildur Tinna Lárusdóttir var markahæst hjá Aftureldingu í kvöld í leiknum í Víkinni. Mynd/Raggi Óla
- Auglýsing -

Fjögur lið eru nú jöfn í efstu fjórum sætum Grill 66-deildar kvenna í handknattleik að loknum átta umferðum eftir að Afturelding vann stórsigur á Víkingi, 29:13, í Víkinni í kvöld. Þar með eru ungmennalið Fram, Grótta, ungmennalið Vals og Afturelding með 12 stig. Keppnin virðist því um þessar mundir standa á milli Gróttu og Aftureldingar um efsta sætið sem veitir rétt á sæti í Olísdeildinni á næstu leiktíð. Ungmennaliðin geta ekki færst upp um deild.

Víkingur situr í sjöunda sæti af níu liðum með fjögur stig. Keppni í Grill 66-deild kvenna er nú hálfnuð eftir leikinn í kvöld.

Skemmst er frá því að segja að mikill munur var á liðunum í Víkinni í kvöld eins og úrslit leiksins gefa góða mynd af. Afturelding tók völdin snemma og var með sex marka forskot þegar gengið var til leikhlés. Munurinn jókst einfaldlega í síðari hálfleik og var 16 mörk þegar upp var staðið.


Mörk Víkings: Arna Þyrí Ólafsdóttir 4, Auður Brynja Sölvadóttir 3, Ester Inga Ögmundsdóttir 2, Alan Elín Steinarsdóttir 1, Helga Lúðvíka Hallgrímsdóttir 1, Steinunn Birta Haraldsdóttir 1, Ólöf Kristín Þorsteinsdóttir 1.

Mörk Aftureldingar: Úlfhildur Tinna Lárusdóttir 7, Ragnhildur Hjartardóttir 6, Birna Lára Guðmundsdóttir 4, Katrín Helga Davíðsdóttir 3, Anamaria Gogic 3, Telma Rut Frímannsdóttir 2, Susan Ines Gamboa 2, Drífa Garðarsdóttir 1, Brynja Rögn Ragnarsdóttir 1.

Staðan í Grill 66-deildum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -