- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fjölgar í EM-leikjaklúbbnum

Teitur Örn Einarsson tekur þátt í öðrum leik sínum á ferlinu í lokakeppni EM gegn Dönum í kvöld. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Frá og með leiknum í kvöld bætast tveir leikmenn til viðbótar á lista þeirra sem leikið hafa fyrir hönd Íslands í lokakeppni Evrópumóts í handknattleik. Þeir verða orðnir 77 og hefur fjölgað um sjö á þessu móti sem er með allra mesta móti. Flest bendir til að fleiri bætist í klúbbinn áður en yfirlíkur.



Daníel Þór Ingason og Elvar Ásgeirsson koma inn í leikmannahópinn í kvöld í fyrsta sinn á mótinu. Hvorugur hefur tekið þátt í EM áður en Daníel Þór var í landsliðinu á HM í Þýskalandi fyrir þremur árum. Hann á 34 landsleiki að baki og er 26 ára gamall.


Elvar er 27 ára gamall og leikur sinn fyrsta A-landsleik.


Teitur Örn Einarsson bættist í EM-leikmannaklúbbinn í leiknum við Ungverja í fyrrakvöld. Hann er 23 ára gamall.



Í upphafi móts fengu Elliði Snær Viðarsson, Gísli Þorgeir Kristjánsson, Kristján Örn Kristjánsson, Donni, og Orri Freyr Þorkelson skráða sína fyrstu landsleiki í lokakeppni EM. Þeir verða einnig í eldlínunni í kvöld.


Leikurinn við Dani verður 67. leikur Íslands í lokakeppni EM.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -