- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fjölnismenn tóku forystuna eftir framlengdan leik

Elvar Þór Ólafsson leikmaður Fjölnis freistar þess að koma skoti á mark Þórs framhjá varnarmanninum sterka, Brynjari Hólm Grétarssyni. Mynd/Þorgils G - Fjölni handbolti
- Auglýsing -

Fjölnir vann fyrstu viðureignina við Þór, 30:26, í kapphlaupi liðanna um sæti í Olísdeild karla á næstu leiktíð, 30:26, í Fjölnishöllinni í kvöld. Framlengja varð leikinn til þess að knýja fram hrein úrslit. Brynjar Hólm Grétarsson jafnaði metin fyrir Þór, 23:23, rétt fyrir lok venjulegs leiktíma. Fjölnismenn voru sterkari í síðari hluta framlengingarinnar.

Næsti leikur liðanna verður í Höllinni á Akureyri á þriðjudagskvöld. Vinna þarf þrjá leiki til þess að standa uppi sem sigurvegari í umspilinu og öðlast sæti í Olísdeildinni á næstu leiktíð.

Fjölmenni var á leiknum í Fjölnishöllinni og rífandi góð stemning.

Þór byrjaði leikinn illa og var sex mörkum undir, 9:3, eftir stundarfjórðung. Akureyringar létu ekki hug falla og minnkuðu muninn í tvö mörk, 11:9, og átt þess að kost að koma forskoti Fjölnis í eitt mark. Það tókst ekki og Fjölnir áttu síðustu mínútu fyrri hálfleiks. Staðan að honum loknum var 14:9.

Þór minnkaði muninn í eitt mark fyrir miðjan síðari hálfleik, 17:16. Þá tókst Fjölni af slíta sig frá og komast fjórum yfir, 21:17, þegar liðlega sex mínútur voru til leiksloka. Leikmönnum Þórs tókst að ná áhlaupi undir lok venjulegs leiktíma og tryggja sér framlengingu í þessum sveiflukennda leik.

Mörk Fjölnis: Björgvin Páll Rúnarsson 9, Haraldur Björn Hjörleifsson 5, Óðinn Freyr Heiðmarsson 4, Viktor Berg Grétarsson 4, Alex Máni Oddnýjarson 3, Elvar Þór Ólafsson 2, Bernhard Snær Petersen 2, Dagur Logi Sigurðsson 1.
Varin skot: Sigurður Ingiberg Ólafsson 15.

Mörk Þórs: Brynjar Hólm Grétarsson 8, Aron Hólm Kristjánsson 8, Sigurður Ringsted Sigurðsson 3, Halldór Kristinn Harðarson 3, Þormar Sigurðsson 1, Sveinn Aron Sveinsson 1, Friðrik Svavarsson 1, Arnór Þorri Þorsteinsson 1.
Varin skot: Kristján Páll Steinsson 18.

Leikjadagskrá umspils Olísdeildar karla.

Myndasyrpa frá leiknum í kvöld:

Handbolti.is var í Fjölnishöllinni og fylgist með framvindu leiksins í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -