- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fjölnismenn tylltu sér í þriðja sæti fyrir síðustu umferðina

Óðinn Freyr Heiðmarsson og félagar í Fjölni unnu öruggan sigur á liði Kórdrengja í kvöld. Mynd/Þorgils G.
- Auglýsing -

Fjölnir settist í þriðja sæti Grill 66-deildar karla í kvöld þegar liðið krækti í tvö stig í safnið með heimsókn til Kórdrengja á Ásvelli í Hafnarfirði. Fjölnir vann með sex marka mun, 29:23, eftir að hafa verið þremur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 11:8.


Mestur varð munurinn á liðunum níu mörk í nokkur skipti í síðari hálfleik. Fjölnisliðið var með yfirhöndina frá upphafi til enda.


Ein umferð er eftir í Grill 66-deildinni áður en umspil um sæti í Olísdeildinni hefst. HK hefur fyrir nokkru tryggt sér efsta sætið. Víkingur, Fjölnir, Þór og Kórdrengir taka þátt í umspilinu sem hefst 14. apríl. Áður en að henni kemur fer lokaumferð Grill 66-deildar karla fram á föstudaginn.

Staðan í Grill 66-deild karla.


Mörk Kórdrengja: Egidijus Mikalonis 9, Eyþór Vestmann 5, Tómas Helgi Wehmeier 4, Hrannar Máni Gestsson 3, Arne Karl Wehmeier 1, Sigurður Karel Bachmann 1.
Varin skot: Birkir Fannar Bragason 10, Viktor Bjarki Ómarsson 1.
Mörk Fjölnis: Viktor Berg Grétarsson 10, Benedikt Marinó Herdísarson 6, Björgvin Páll Rúnarsson 4, Alex Máni Oddnýjarson 3, Þorleifur Rafn Aðalsteinsson 3, Óðinn Freyr Heiðmarsson 2, Elvar Þór Ólafsson 1.
Varin skot: Andri Hansen 11, Bergur Bjartmarsson 2.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -