- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fjórði leikmaður HK boðar komu sína í herbúðir Fram

Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín verður liðsmaður Fram á næsta keppnistímabili. Mynd/Fram
- Auglýsing -

Unglingalandsliðskonan Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín sem leikið hefur með HK er nú ákveðin í að leika með Fram. Alfra Brá hefur skrifað undir tveggja ára samning við félagið.

Alfa Brá er fjórði leikmaður HK sem gengur til liðs við Fram á síðustu vikum. Hinar eru Berglind Þorsteinsdóttir, Elna Ólöf Guðjónsdóttir og Ethel Gyða Bjarnesen. Auk þess hefur þeirri spurningu ekki verið svarað hvort Sara Katrín Gunnarsdóttir verði áfram í herbúðum Fram en hún var lánuð til félagsins á miðju tímabili frá HK.

Mikil blóðtaka

Ljóst er að mikil blóðtaka hefur orðið í liði HK, sem féll úr Olísdeildinni í vor. Auk fjórmenninganna sem hafa boðað komu sína í Fram frá HK er Inga Dís Jóhannsdóttir á leiðinni í Hauka og Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir er barnshafandi.

Alfa Brá er 18 ára gömul og er nú þegar einn efnilegasti leikmaður Olísdeildarinnar, bæði í vörn og sókn Hún á m.a. sæti í U19 ára landsliðinu sem valið var í gær og tekur þátt í EM í sumar.

Í tilkynningu Fram segir að Alfa Brá mun verða hluti af ungu og spennandi liði Fram á komandi vetri og mun án efa spila þar stórt hlutverk.

„Fram er stórveldi í handbolta, ég hef mikla trú á stefnu þjálfarans og þeirri hugmyndafræði sem verið er að byggja á. Liðið er góð blanda af ungum leikmönnum og þrautreyndum landsliðsmönnum sem æfa við aðstæður sem eru með þeim bestu á Íslandi. Ég hlakka til framhaldsins,“ segir Alfa Brá í tilkynningu Fram.

Einar Jónsson þjálfari Fram er himinlifandi yfir liðsaukanum og og lætur m.a. hafa eftir sér. „Það skiptir öllu máli fyrir okkur að ná í þá bestu og efnilegustu leikmenn sem völ er á hverju sinni. Það gerum við með því að ná í Ölfu Brá. Hún hefur verið mjög góð á undanförnum árum og við sjáum fyrir okkur að hún muni vaxa enn frekar og dafna innan okkar raða.“

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -