- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fjórði leikurinn á einni viku

Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður íslenska landsliðsins og danska úrvalsdeildarliðsins GOG á Fjóni. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Í annað sinn á innan við viku unnu Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar í bikarmeistaraliði GOG Óðin Þór Ríkharðsson og samherja í Team Tvis Holstebro, TTH, í kvöld þegar liðin mættust í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik, 36:31. GOG vann TTH einnig á sunnudaginn í úrslitaleik bikarkeppninnar í hnífjöfnum leik.

Þettta var auk þess fjórði leikur GOG-liðsins á viku en liðið lék tvo bikarleiki um síðustu helgi, reyndar eins og TTH, og við Pfadi Winterthur í 3. umferð Evrópudeildarinnar í Sviss á þriðjudaginn. Það hefur því verið nóg að gera undanfarna daga.

Viktor Gísli stóð í marki GOG stóran hluta leiksins í kvöld og varði sex skot, var með um 20% hlutfallsmarkvörslu. Óðinn Þór fann ekki leiðina framhjá landa sínum að þessu sinni, ekki fremur en í úrslitaleiknum á sunnudaginn.

Elvar Örn Jónsson og samherjar í Skjern unnu Århus Håndbold, 35:30, á heimavelli. Elvar Örn stóð sig vel í leiknum. Var fastur fyrir í vörn liðsins og skoraði auk þess fimm mörk í níu tilraunum.

GOG er í öðri sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með níu stig eftir fimm leiki. TTH er í fjórða sæti með sex stig. Skjern er stutt á eftir með fimm stig.

Staðan í dönsku úrvalsdeildinni í karlaflokki.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -