- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fjórði sigur FH staðreynd – níunda tap Harðar

Ágúst Birgisson og félagar í FH tóku tvö stig með sér suður frá Akureyri. Mynd/J.L.Long
- Auglýsing -

FH-ingar unnu fjórða leik sinn í röð í Olísdeild karla í dag og þann fimmta í röð sé bikarkeppnin talin með, þegar liðið lagði KA í KA-heimilinu í kvöld með þriggja marka mun, 30:27. Um leið voru FH-ingar fyrstir til þess að leggja KA á heimavelli á leiktíðinni.


FH-ingar voru með yfirhöndina frá upphafi til enda í KA-heimilinu. Eins og á móti Stjörnunni á dögunum þá voru leikmenn KA talsvert á eftir allan fyrri hálfleikinn og sjö mörkum undir í hálfleik, 19:12. Þeir sóttu talsvert í sig veðrið í síðari hálfleik en ólíkt leiknum við Stjörnuna þá nægði það ekki til þess að bjarga sér fyrir horn. Leikmenn FH halda í bæinn með stigin tvö í farteskinu.


FH er þar með komið upp í þriðja sæti Olísdeildar með 12 stig eftir níu leiki. Fram er stigi á undan í öðru sæti eftir að hafa kreist fram sigur á Herði í íþróttahúsinu á Torfnesi á sama tíma og tekist var á í KA-heimilinu. Fram vann með eins marks mun, 32:31. Hörður var með tveggja marka forskot eftir fyrri hálfleik, 18:16. Lítið er upp úr því að hafa og enn er liðið án stiga í neðsta sæti að loknum níu leikjum.


Selfoss og Stjarnan eigast við í þriðja leik dagsins í Olísdeildinni í Sethöllinni á Selfossi klukkan 19.30.


KA – FH 27:30 (12:19).
Mörk KA: Einar Rafn Eiðsson 6/3, Einar Birgir Stefánsson 5, Gauti Gunnarsson 5, Dagur Gautason 5, Arnór Ísak Haddsson 3, Dagur Árni Heimisson 2, Patrekur Stefánsson 1.
Varin skot: Bruno Bernat 8 36,4% – Nicholas Satchwell 5, 33,3%.
Mörk FH: Birgir Már Birgisson 7, Einar Bragi Aðalsteinsson 7, Jakob Martin Ásgeirsson 6, Ásbjörn Friðriksson 3/3, Einar Örn Sindrason 3, Jóhannes Berg Andrason 2, Jón Bjarni Ólafsson 1, Leonharð Þorgeir Harðarson 1.
Varin skot: Phil Döhler 16, 39%.

Hörður – Fram 31:32 (18:16).
Mörk Harðar: Endijs Kusners 7, Jón Ómar Gíslason 6, Victor Iturrino 3, Suguru Hikawa 3, Mikel Amilibia Aristi 3, José Esteves Neto 3, Guilherme Andrade 2, Rolands Lebedevs 1, Sudario Eidur Carneiro 1, Jhonatan Santos 1, Axel Sveinsson 1.
Varin skot: Rolands Lebedevs 7, Emannuel Evangelista 5.
Mörk Fram: Ívar Logi Styrmisson 9, Kjartan Þór Júlíusson 5, Marko Coric 4, Luka Vukicevic 4, Ólafur Brim Stefánsson 4, Þorsteinn Gauti Hjálmarsson 2, Stefán Darri Þórsson 2, Alexander Már Egan 2.
Varin skot: Lárus Helgi Ólafsson 7, Arnór Máni Daðason 4.

Staðan í Olísdeild karla:

Valur8701263 – 22014
Fram9531269 – 26113
FH9522258 – 25512
Afturelding8512232 – 21311
ÍBV8422276 – 23710
Selfoss8413248 – 2389
Stjarnan8332231 – 2289
KA9225252 – 2676
Grótta7214196 – 1975
Haukar7214196 – 1975
ÍR8206220 – 2784
Hörður9009262 – 3140
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -