Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar í pólska meistaraliðinu Orlen Wisła Płock sitja áfram í efsta sæti pólsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik. Þeir unnu Górnik Zabrze, 27:20, á útivelli í dag og hafa þar með 12 stig að loknum fjórum leikjum eins og Industria Kielce. Þrjú stig eru gefin fyrir sigur í deildinni.
Illa hefur gengið að finna nákvæma tölfræði yfir frammistöðu Viktors Gísla í leiknum. Við lestur á frásögn um leikinn á heimasíðu Orlen Wisła Płock lítur út fyrir að Viktor Gísli hafi verið í marki liðsins frá upphafi og til enda og látið talsvert til sín taka. Michał Daszek var alltént markahæstur með níu mörk.
Stöðuna í pólsku úrvalsdeildinni og í fleiri deildum evrópsks handknattleiks er að finna hér.