- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fjórir hættir eða komnir í frí hjá Alfreð

Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari Þýskalands í handknattleik karla. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Fjórir leikmenn sem leikið hafa stórt hlutverk með þýska landsliðinu hafa ákveðið að gefa ekki kost á sér oftar eða draga saman seglin. Frá þessu greindi þýska handknattleikssambandið í morgunsárið.


Steffen Weinhold og Uwe Gensheimer ætla að láta staðarnumið með landsliðinu og léku þeir þar af leiðandi sína síðustu landsleiki undir stjórn Alfreðs Gíslasonar á Ólympíuleikunum í Tókýó í síðustu viku.


Gensheimer hefur leikið 204 landsleikir og skorað 921 mark. Weinhold, sem fyrst lék með A-landsliðinu 208 á 137 landsleiki að baki og skorað í þeim 336 mörk.


Línu- og varnarmaðurinn sterki, Hendrik Pekeler, ætlar að taka sér ótímabundið frí frá landsliðinu. Hann stendur á þrítugu á 109 landsleiki og var m.a. í sigurliðinu á EM 2016 og í bronsliði Þjóðverja á Ólympíuleikunum í Ríó 2016.


Markvörðurinn Johannes Bitter hefur greint forráðamönnum þýska landsliðsins frá því að hann verði aðeins til taks ef í nauðirnar rekur. Bitter hefur leikið með landsliðinu í tæpa tvo áratugi og var m.a. í landsliðinu sem varð heimsmeistari á heimavelli fyrir 14 árum. Hann á að baki 170 landsleiki og var eini leikmaður þýska landsliðsins á Ólympíuleikunum í Tókýó sem var eftir í hópnum sem varð heimsmeistari fyrir 14 árum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -