- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fjórir Íslendingar en 44 Frakkar

Sigvaldi Björn Guðjónsson er einn fjögurra Íslendinga sem leika með félagsliðum í Meistaradeild Evrópu á keppnistímabilinu sem hófst síðdegis. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Alls eru handknattleiksmenn af 28 þjóðernum í liðunum 16 í Meistaradeild karla í handknattleik á keppnistímabilinu. Þar af eru fjórir Íslendingar, Aron Pálmarsson hjá Barcelona, Haukur Þrastarson og Sigvaldi Björn Guðjónsson með Vive Kielce og Stefán Rafn Sigurmannsson hjá Pick Szeged.

Frakkar eru fjölmennastir, 44. Danir eru 36 og jafnmargir Slóvenar eru í liðunum 16. Alls eru 19 Norðmenn á lista og 13 Svíar. Hvorki Finnar né Færeyingar eiga leikmenn í liðunum sextán. Þar er reyndar að finna einn Bandaríkjamann, en Bandaríkin hafa ekki verið þekkt fyrir marga afbragðs handknattleiksmenn fram til þessa.

Þess utan eru tveir Íslendingar í hópi aðstoðarþjálfara liðanna. Arnór Atlason er hjá Danmerkurmeisturum Aalborg Håndbold og Ronald Eradze með Motor Zaporozhye, úkraínsku meisturunum.

Á síðustu leiktíð voru 10 íslenskir handknattleiksmenn í Meistaradeild karla auk eins í hlutverki aðstoðarþjálfara. Þá voru 28 lið í keppninni. Liðunum var fækkað um 12 fyrir núverandi keppnistímabil og keppnisfyrirkomulaginu gjörbreytt.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -