- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fjórtán marka munur í grannaslag

Sara Odden skoraði fjögur mörk fyrir Hauka gegn FH í dag. Myndin er frá fyrri leik liðanna í september. Mynd/FH - Brynja T.
- Auglýsing -

Haukar unnu stórsigur á grönnum sínum í FH, 33:19, í upphafsleik níundu umferðar Olísdeildar kvenna í Kaplakrika í dag. Haukar eru eftir sem áður í fimmta sæti deildarinnar með níu stig að loknum níu leikjum. FH rekur lestina í deildinni án stiga.

Haukar skoruðu fjögur fyrstu mörk leiksins í Kaplakrika og gáfu þar með tóninn fyrir framhaldið. Eftir 20 mínútna leik var munurinn sex mörk, 10:4, og þegar flautað var til hálfleiks var sjö marka munur, Haukum í vil, 15:8.
Yfirburðir Hauka voru áfram mjög miklir í síðari hálfleik. Sóknarleikurinn var framúrskarandi og fátt um varnir hjá FH-liðinu. Ekki létti það heldur sóknarmönnum FH róðurinn að vörn Hauka var öflug eins og í síðasta leik gegn Val til viðbótar sem færeyski landsliðsmarkvörðurinn, Annika Friðheim Petersen, varði allt hvað af tók í markinu. Hún var með 48% hlutfallsmarkvörslu þegar flautað var til leiksloka.


Mörk FH: Arndís Sara Þórsdóttir 3, Britney Cots 3, Emilía Ósk Steinarsdóttir 3, Fanney Þóra Þórsdóttir 3/3, Ragnheiður Tómasdóttir 2, Emma Havin Sardardótir 2, Aníta Theodórsdóttir 2, Sylvía Björt Blöndal 1.
Varin skot: Írena Björk Ómarsdóttir 6, 16,2% – Sólveig Katla Magnúsdóttir 1/1, 33%.
Mörk Hauka: Berta Rut Harðardóttir 10/8, Birta Lind Jóhannsdóttir 6, Sara Odden 4, Hekla Rún Ámundadóttir 3, Karen Helga Díönudóttir 2, Rakel Oddný Guðmundsdóttir 2, Ragnheiður Ragnarsdóttir 2, Rósa Kristín Kemp 1, Rakel Sigurðardóttir 1, Emilía Katrín Matthíasdóttir 1, Elína Klara Þorkelsdóttir 1.
Varin skot: Annika Friðheim Petersen 12/1, 48% – Silja Muller Arngrímsdóttir 3, 33%.

Öll tölfræði leiksins hjá HBStatz.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -