Árlega Hafnarfjarðarmótið í handknattleik karla hefst í dag. Að þessu sinni fara allir leikir mótsins fram í Kaplakrika, heimavelli FH-inga. Auk Hafnarfjarðarliðanna tveggja, FH og Hauka, taka Stjarnan og Afturelding þátt í mótinu. Leikið verður í kvöld, á fimmtudag og loks á laugardaginn.
Frítt er inn og áhorfendur velkomnir, eftir því sem segir í tilkynningu en vitanlega verður gætt að öllum sóttvörnum.
Fyrsti leikur mótsins hefst klukkan 18 og verður á milli Hauka og Stjörnunnar. Liðin leiddu saman hesta sína á Ragnarsmótinu á Selfossi á miðvikudagskvöld. Haukar unnu í hörkuleik, 31:27. Í síðari leik dagsins mætast FH og Afturelding.
Þriðjudagur 24. ágúst:
18:00 Haukar – Stjarnan.
20:00 FH – Afturelding.
Fimmtudagur 26. ágúst:
18:00 FH – Stjarnan.
20:00 Haukar – Afturelding.
Laugardagur 28. ágúst:
11:00 Afturelding – Stjarnan.
13:00 FH – Haukar.