- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fleiri leikmenn í hverju landsliði í lokakeppni EM

Íslenska landsliðið í handknattleik karla fer til Búdapest í fyrramálið. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Frá og með lokakeppni EM karla á næsta ári mega 20 leikmenn vera í keppnishópi hvers liðs á mótinu í stað 16 leikmanna á síðustu mótum. Framkvæmdastjórn Handknattleikssambands Evrópu, EHF, samþykkti breytinguna á fundi sínum í gær. Svipaðar reglur voru teknar upp hjá Alþjóða handknattleikssambandinu, IHF, fyrir heimsmeistaramótið sem fram fór í Egyptalandi í janúar. Féll breytingin svo vel í kramið að EHF, hefur ákveðið að fylgja í kjölfarið.


Frá og með EM2022 í karlaflokki sem fram fer í Ungverjalandi og Slóvakíu í janúar má hvert lið hafa 20 leikmenn í sínum hóp af þeim 35 manna lista sem hvert þátttökuland þarf að skila inn mánuði áður en mótið hefst. Að tilnefna 35 manna hóp er einnig breyting frá þeim reglum sem hingað til hafa gilt hjá EHF. Fram til þessa hefur hvert þátttökulið orðið að skrá 28 leikmenn í heildarhóp mánuði fyrir mót. Úr 35 manna á að velja þá 20 sem taka þátt í mótinu sem fyrir dyrum stendur.


Þegar á keppnisstað verður komið skráir hvert þátttökulið 20 leikmenn til leiks og verður að tilkynna að lágmarki klukkustund áður en flautað verður til leiks hvaða 16 leikmönnum verður teflt fram hverju sinni. Fyrri reglur um skiptingar út og inn úr 16 manna hópnum verða felldar niður.

Hinsvegar verða hömlur settar á hversu margra breytingar má gera á 20 manna hópnum eftir að á leikstað verður komið.


Með þessu breytingum vonast framkvæmdastjórn EHF eftir að hægt verði að dreifa álagi betur á milli leikmanna en áður hefur verið.


Sem fyrr segir voru svipaðar reglur í gildi á HM í Egyptalandi sem þóttu gefast vel.

Auk þess var ákveðið að skylda hvert þátttökulið að vera komið á leikstað ekki síðar en tveimur sólarhringum fyrir fyrsta leik á EM.

Sambærilegar breytingar munu vitanlega einnig ná til lokakeppni EM kvenna sem næst verður haldin í desember 2022 í Slóveníu, Norður-Makedóníu og Svartfjallalandi.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -