- Auglýsing -
- Auglýsing -

„Fljótt á litið lítur ekki vel út með Blæ“

Blær Hinriksson leikmaður Aftureldingar meiddist í leiknum við Fram í dag. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

„Fljótt á litið þá lítur ekki vel út með Blæ. Menn óttast jafnvel að hann sé brotinn. Það skýrist betur þegar búið verður að mynda ökklann,“ sagð Gunnar Magnússon þjálfari Aftureldingar áhyggjufullur í samtali við handbolta.is spurður um meiðsli þau sem Blær Hinriksson varð fyrir á átjándu mínútu viðureignar Fram og Aftureldingar í átta liða úrslitum Olísdeildar karla í dag.


„Við höldum í vonina á meðan hún er fyrir hendi en það má nærri geta hversu stórt skarð það verður hjá okkur ef við missum hann alveg út,“ sagði Gunnar ennfremur.


Blær kom mjög illa niður á vinstri ökkla eftir að hafa leikið vörn Fram grátt og skorað áttunda mark Aftureldingar í leiknum, 8:6, í Úlfarsárdal í dag. Strax var óttast að meiðslin gætu verið alvarleg. Blær var studdur af leikvelli sárþjáður eftir að sjúkraþjálfari Aftureldingarliðsins hafði skoðað hann. Því næst var Blær fluttur í sjúkrabíl undir hendur læknis.

Afturelding vann Fram með þriggja marka mun, 33:30, eftir að grípa varð til framlengingar til þess að knýja fram skýr úrslit á annan hvorn veginn. Næsta viðureign verður í Mosfellsbæ á miðvikudagskvöldið.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -