- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fljúgandi start hjá Aðalsteini

Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari Kadetten Schaffhausen í Sviss. Mynd/Kadetten Schaffhausen
- Auglýsing -

Aðalsteinn Eyjólfsson fékk fljúgandi start í fyrsta leik Kadetten Schaffhausen undir hans stjórn í svissnesku 1. deildinni í handknattleik í kvöld. Kadetten vann GC Amicitia Zürich, 27:18, á heimavelli. Aðeins munaði einu marki á liðunum í hálfleik, 10:9.

Lærisveinar Aðalsteins tóku hinsvegar vegar öll völd á leikvellinum í síðari hálfleik og fengu liðsmenn Zürich-liðsins að finna hvar Davíð keypti ölið.

Aðalsteinn tók við þjálfun svissneska meistaraliðsins í sumar eftir að hafa verið í ríflega áratug í Þýskalandi við þjálfun félagsliða.

Næst leikur Kadetten-liðið við RTV Basel í Basel á laugardaginn. Basel gerði jafntefli, 23:23, við Endingen í kvöld.

GC Amicitia Zürich er þekkt fyrrverandi Íslendingalið. Gunnar Andrésson lék með liðinu og var einnig þjálfari þess um árabil á upphafsárum aldarinnar. Einnig lék Eyjamaðurinn Kári Kristján Kristjánsson með GC Amicitia Zürich leiktíðina 2009/2010.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -