- Auglýsing -
- Auglýsing -

Flytur frá Danmörku til Þýskalands

Elvar Örn Jónsson er sennilega á leið til Þýskalands í sumar. Mynd/Guðmundur Lúðvíksson
- Auglýsing -

Landsliðsmaðurinn Elvar Örn Jónsson gengur til liðs við þýska liðið Melsungen í sumar. Guðmundur Þórður Guðmundsson þjálfar liðið og Arnar Freyr Arnarsson, samherji Elvars Arnar í landsliðinu er leikmaður Melsungen. Vísir.is greinir frá þessu samkvæmt heimildum.

Elvar Örn er á öðru keppnistímabili með danska liðinu Skjern en til þess kom hann frá Selfossi sumarið 2019 eftir að hafa verið burðarás fyrstu Íslandsmeistara Selfoss í meistaraflokki karla þá um vorið.


Elvar Örn á að baki 41 landsleik sem hann hefur skoraði 109 mörk. Hann er nú að taka þátt í sínu þriðja stórmóti með landsliðinu á HM í Egyptalandi. Alls hefur Elvar leikið 16 landsleiki á stórmótum og skorað í þeim 38 mörk. Einnig lék Elvar Örn marga leiki með yngri landsliðum Íslands.

Á yfirstandi leiktíð hefur Elvar Örn skoraði 68 mörk í 17 leikjum með Skjern í dönsku úrvalsdeildinni og er með 58% skotnýtingu. Einnig á Elvar Örn 23 stoðsendingar.

Melsungen er í þrettánda sæti með 13 stig að loknum tíu leikjum en hefur leikið þremur til sex leikjum færra en allflest önnur lið deildarinnar vegna ítrekaðra kórónuveirusmita í herbúðum þess á undanförnum mánuðum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -