- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fögnuðu titlinum með sigri – Ómar Ingi og Bjarki Már í öðru og þriðja sæti

Þýskir meistarar SC Magdeburg 2021/2022. Mynd/Facbooksíða SC Magdeburg
- Auglýsing -

Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon tóku við meistaraskildinum í þýska handboltanum í dag ásamt samherjum sínum að loknum þriggja marka sigri á Rhein-Neckar Löwen, 37:34, á heimavelli í dag þegar lokaumferðin fór fram.


Magdeburg var fyrir nokkru öruggt um sigur í deildinni en fékk sigurlaunin afhent í leikslok í dag. Liðið fékk 64 stig af 68 mögulegum. Kiel varð í öðru sæti með 58 stig og Füchse Berlin í þriðja með 53 stig. Flensburg hafnaði í fjórða sæti með 50 stig og Göppingen í fimmta sæti með 38 stig. Lokastaðan er birt í heild sinni neðst í þessari grein.

Tuttugu og eitt ár er liðið síðan Magdeburg varð síðast þýskur meistari í handknattleik karla en þá var liðið undir stjórn Alfreðs Gíslasonar. Fyrir leikinn í dag var tilkynnt að Benny Wiegert þjálfari Magdeburg væri þjálfari ársins í 1. deild karla.


Hans Lindberg vann kapphlaupið um markakóngstitilinn. Hann skoraði 242 mörk, sjö fleiri en Ómar Ingi Magnússon sem varð annar með 237 mörk og 124 stoðsendingar. Bjarki Már Elísson, Lemgo, var þriðji með 234 mörk. Allt er þetta nánar rakið hér.


Úrslit í lokaumferð þýsku 1. deildarinnar:


Magdeburg – Rhein-Neckar Löwen 37:34.

 • Ómar Ingi Magnússon skoraði sex mörk og varð þar með næst markahæsti leikmaður þýsku 1. deildarinnar með 237 mörk. Hann var jafnframt markahæsti leikmaður liðsins í dag. Ómar Ingi átti tvær stoðsendingar.
 • Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði fjögur mörk fyrir Magdeburg og átti fimm stoðsendingar.
 • Svissneski leikmaðurinn Andy Schmid fór á kostum og skoraði 13 mörk í kveðjuleik sínum með Rhein-Neckar Löwen. Schmid kveður nú þýskan handknattleik eftir ríflega áratug og flytur heim til Sviss í sumar.
 • Ýmir Örn Gíslason tók mest þátt í varnarleiknum hjá Rhein-Neckar Löwen.


Lemgo – HSV Hamburg 28:24.

 • Bjarki Már Elísson lék sinn síðasta leik fyrir Lemgo eftir þrjú afar góð ár hjá liðinu. Hann skoraði fjögur mörk í dag og samtals 234 mörk og er þriðji markahæsti leikmaður deildarinnar. Öll árin þrjú hefur Bjarki Már verið á meðal þriggja markahæstu manna deildarinnar. Bjarki Már gengur til liðs við Veszprém í Ungverjalandi í sumar.
 • Lukas Zerbe skoraði sex mörk fyrir Lemgo og var markahæstur. Niklas Weller var markahæstur hjá Hamburg með fimm mörk.

  Füchse Berlin – Flensburg 22:28
 • Teitur Örn Einarsson lék allan leikinn á miðjunni í sóknarleik Flensburg og stjórnaði leik liðsins af röggsemi. Margir leikmenn eru frá vegna meiðsla í liðinu, þar á meðal Svíinn Jim Gottfridsson. Teitur Örn skoraði fjögur mörk og átti sjö stoðsendingar fyrir Flensburg.
 • Emil Jakobsen var markahæstur hjá Flensburg með átta mörk. Hans Lindberg skoraði níu mörk fyrir Füchse Berlin sem nægði honum til þess að verða markakóngur þýsku 1. deildarinnar með 242 mörk eins og kom fram hér.

  THW Kiel – Göppingen 42:35.
 • Janus Daði Smárason lék sinn síðasta leik fyrir Göppingen. Hann skoraði ekki mark í kveðjuleiknum. Janus Daði verður leikmaður Kolstad í Noregi frá og með næsta tímabili.
 • Patrick Wiencek og Mija Zarabec skoruðu átta mörk hvor fyrir Kiel. Marcel Chiller og Josip Sarac skoruðu sex mörk hvor fyir Göppingen sem hafnaði í 5. sæt og tekur þátt í Evrópukeppni félagsliða á næsta keppnistímabili.

  Stuttgart – Melsungen 28:25.
 • Viggó Kristjánsson var markahæstur hjá Stuttgart með sex mörk. Hann flytur sig um set til liðs Leipzig í sumar. Andri Már Rúnarsson lék með Stuttgart en skoraði ekki mark.
 • Alexander Petersson lék sinn síðasta leik í þýska handboltanum í dag eftir 19 ára veru. Hann kvaddi með þremur mörkum og þremur stoðsendingum fyrir lið Melsungen.
 • Arnar Freyr Arnarsson skoraði einnig þrjú mörk fyrir Melsungen.

  Bergischer HC – Lübbecke 26:22.
 • Arnór Þór Gunnarsson skoraði ekki mark fyrir Bergishcer að þessu sinni.
 • Svegard Tor Nikolaisen skoraði fjögur mörk fyrir Bergischer og Tom Skroblien var með átta fyrir Nettelstedt sem féll úr deildinni eftir árs dvöl.

  Erlangen – Balingen-Weilstetten 33:26.
 • Oddur Gretarsson var markahæstur hjá Balingen með fimm mörk en liðið féll því miður í 2. deild.
 • Daníel Þór Ingason skoraði eitt mark fyrir Balingen.
 • Ólafur Stefánsson er aðstoðarþjálfari Erlangen.

  Hannover-Burgdorf – Leipzig 26:26.
 • Heiðmar Felixson er aðstoðarþjálfari Hannover-Burgdorf sem varð í 13. sæti.
 • Johan á Plógv Hansen 10 – Sime Ivic 6.

  Wetzlar – GWD Minden 30:28.
 • Olle Schefvert 5, Maimilian Holst 5 – Christian Zeitz 6.
Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -