- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fögnum auðvitað en það er að mörgu að hyggja

Jafnt og þétt færist vonandi enn meira líf í heimaleiki Selfossliðsins í Hleðsluhöllinni. Mynd/Selfoss/SÁ
- Auglýsing -

„Við fögnum auðvitað að geta loksins tekið á móti áhorfendum á leiki, bæði meistaraflokkar en ekki síður að foreldrar geti fylgt börnum sínum í æskulýðsstarfi,“ segir Þórir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar Selfoss við handbolta.is vegna tíðinda dagsins um að frá og með morgundeginum megi allt að 200 manns mæta á handboltaleiki. Bann við komu áhorfenda á leiki hefur verið í gildi síðan í október.

„Það er mjög mikilvægt fyrir félögin, félagslega og fjárhagslega, að áhorfendur séu leyfðir að nýju,“ segir Þórir sem bíður eftir að sjá reglugerð ráðherra og hver útfærslan verður því ekki er víst að öll keppnishús megi taka við 200 áhorfendum sökum þess hversu misjafnlega stór þau eru.

„Við eigum eftir að sjá hvernig útfærslan verður. Ef niðurstaðan verður sú að eingöngu 50 áhorfendur mega vera í stóru íþróttahúsi þá sættum við okkur auðvitað við það,“ segir Þórir og bætir við:

„Áhorfendur bíða auðvitað í ofvæni eftir að fá að koma í húsin og keppendur, bæði yngri og eldri sakna stuðningsmanna sinna. Þá verður auðveldara að ná til stuðningsmanna og sjálfboðaliða félaganna þegar starfið færist í eðlilegra horf.

Félögin eru tilbúin að virkja sjálfboðaliðana sína til að geta tekið á móti áhorfendum. Það er talsverð vinna að gera hlutina vel en við höldum því áfram sem hingað til,“ segir Þórir og viðurkennir að staðan sé farin að taka í hjá félögunum sem reiða sig vitanlega mjög á áhorfendatekjur af kappleikjum og mótahaldi.

„Félögin eru að þrotum komin, fjárhagslega og félagslega, það er mjög erfitt að halda uppi kraftmiklu starfi við þessar aðstæður. Til viðbótar þá verða félögin að ná aftur virkum tengslum við foreldra, stuðningsmenn og aðra sjálfboðaliða svo starfið geti blómstrað,“ segir Þórir Haraldssson, formaður handknattleiksdeildar Selfoss.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -