- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fókusinn er á okkur

Perla Ruth Albertsdóttir t.h. ásamt nýliða landsliðsins, Lilju Ágústsdóttur í Færeyjum í gær. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

„Við viljum nýta hvern leik til þess að taka framförum og byggja ofan á þá vinnu sem innt hefur verið af hendi í síðustu verkefnum,“ sagði Perla Ruth Albertsdóttir landsliðskona og liðsmaður Fram, spurð um væntanlega vináttuleiki við færeyska landsliðið sem fram fara ytra í dag og á morgun. Leikirnir eru liður í undirbúningi íslenska landsliðsins fyrir viðureignir við landslið Ísraels í forkeppni HM eftir viku hér á landi.


„Takmarmið er að stilla sem best saman strengina fyrir leikina við Ísrael,“ sagði Perla Ruth ennfremur þegar handbolti.is hitti hana að máli stuttlega fyrir brottför landsliðsins til Færeyja.
Fyrri viðureignin við Færeyinga hefst klukkan 17 í dag og sú síðari klukkan 16 á morgun. Gegn endurgjaldi verður hægt að fylgjast með leikjunum á heimasíðu færeyska handknattleikssambandsins.

Arnar Pétursson landsliðsþjálfari fundaði með leikmönnum í morgun að loknum morgunverði og gönguferð. Mynd/HSÍ


Perla Ruth segir að síðustu dagar auk æfingavikunnar fyrir um mánuði hafi eingöngu verið nýttir til þessað styrkja leik íslenska landsliðsins, jafnt í vörn sem sókn. „Fókusinn hefur verið á okkur.“

Með eftir tveggja ára fjarveru

Perla Ruth er komin af stað aftur með landsliðinu eftir að hafa tekið sér frí meðan hún gekk með sitt fyrsta barn. „Það eru tvö ár síðan ég var síðast með. Í millitíðinni var ég ólétt og svo setti covid strik í reikninginn. Nú er ég loksins komin til baka í landsliðið,“ sagði Perla Ruth sem var í Íslandsmeistaraliði Fram á liðnu vori.

Í betra formi en áður

„Ég stefndi á að koma til baka í landsliðið og er því spennt fyrir að vera með á nýjan leik. Það eru forréttindi að fá að vera í landsliðinu. Ég held að ég sé jafnvel í betra formi núna en áður en ég varð ólétt,“ sagði Perla Ruth Albertsdóttir landsliðskona í handknattleik sem leikur sinn 25 landsleik í Færeyjum í dag.

Hlekkur á streymissíðu færeyska handknattleikssambandsins. Eftir því sem næst verður komist kostar aðgangur að streyminu 39 krónur færeyskar, um 770 íslenskar.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -