- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Forkeppni ÓL er fyrsta markmiðið – þarf framúrskarandi árangur

Bjarki Már Elísson, Óðinn Þór Ríkharðsson og Janus Daði Smárason verða væntanlega í eldlínunni með íslenska landsliðinu á EM í janúar. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

„Markmið okkar er fyrst og fremst að tryggja okkur sæti í forkeppni Ólympíuleikanna sem fram fer í mars. Það er alveg ljóst að til þess að það markmið náist verðum við að ná framúrskarandi árangri,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari karla í handknattleik á blaðamannafundi í morgun þar sem hann kom inn á markmið íslenska landsliðsins á Evrópumótinu í Þýskalandi. Snorri Steinn tilkynnti á fundinum um val á 20 leikmönnum í æfingahóp fyrir mótið.

Önnur leiðin er að vinna EM

„Til þess að komast á Ólympíuleikana eru tvær leiðir. Önnur er að verða Evrópumeistari og þá sleppum við forkeppninni. Hin leiðin er að ná í annað af tveimur sætum sem ennþá eru laus í forkeppni leikanna,“ sagði Snorri Steinn en flest sæti í forkeppninni voru í boði á HM í upphafi þessa árs. Árangur Íslands á HM var ekki nægilegur til þess að öngla í eitt þeirra sæta.

Í dag er ég langt frá því að vera að velta fyrir mér möguleikunum á sæti í forkeppninni. Leikurinn 12. janúar er mér efst í huga um þessar mundir.

Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari karla

„Til þess að ná í annað af tveimur sætunum sem eru ennþá í boði í umspilinu verðum við að verða fyrir ofan þær þjóðir sem þegar eru öruggar í forkeppnina,“ sagði Snorri Steinn.

Bolti


Þessar þjóðir eru eftir HM í ársbyrjun örugg um sæti í forkeppni ÓL:
Spánn – Svíþjóð – Þýskaland – Noregur – Ungverjaland – Króatía* og Slóvenar**
*Króatar fá sæti í forkeppninni ef Egyptar verða Afríkumeistarar í janúar.
**Slóvenar fá sæti í forkeppninni ef Egyptar verður Afríkumeistarar og Danir, Frakkar, Spánverjar, Svíar, Þjóðverjar, Norðmenn eða Ungverjar verða Evrópumeistarar.

Fyrsta skrefið er það mikilvægasta

„Fyrsta skrefið og það mikilvægasta eru leikirnir þrír í riðlakeppninni gegn Serbum, Svartfellingum og Ungverjum,“ sagði Snorri Steinn en tvær þjóðanna standa í sömu sporum og íslenska liðið í keppni um sæti í forkeppni ÓL, Svartfellingar og Serbar.

Þurfum að vinna riðilinn

„Það segir sig svolítið sjálft að með því að vinna riðilinn þá verðum við komnir talsvert áleiðis að markmiði okkar um sæti í forkeppninni. Þegar komið verður í milliriðlakeppni EM verður hægt að velta betur vöngum yfir hverjir möguleikar okkar verða til að komast í forkeppnina.

Fyrsti leikurinn efstur í huga

Í dag er ég langt frá því að vera að velta fyrir mér möguleikunum á sæti í forkeppninni. Leikurinn 12. janúar er mér efst í huga um þessar mundir. Eftir það leikurinn 14. og síðan síðasti leikurinn í riðlinum þann 16. janúar,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari karla í handknattleik á blaðamannafundi rétt fyrir hádegið í dag.

Leikir Íslands í C-riðli EM í München:
12. janúar: Ísland – Serbía, kl.17.
14. janúar: Ísland – Svartfjallaland, kl. 17.
16. janúar: Ísland – Ungverjaland, kl. 19.30.

Snorri Steinn hefur valið 20 til æfinga – 18 fara á EM

Elvar Örn er helsta spurningamerkið

Gríðarlega mikilvægur enda mjög góður í handbolta

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -