- Auglýsing -
- Auglýsing -

Formenn harma umræðuna og standa þétt að baki stjórnenda HSÍ

Mynd/J.L.Long
- Auglýsing -

Formenn handknattleiksdeilda þeirra liða sem eiga sæti í Olísdeild karla lýsa yfir fullum stuðningi við framkvæmdastjóra Handknattleiksambands Íslands og nýkjörna stjórn í yfirlýsingu sem send var út fyrir stundu eftir fund þeirra þar sem ákveðið var að stokka upp leikjadagskrá Olísdeildar karla. Þeir segjast ennfremur harma þá umræðu sem fór af stað eftir síðasta formannafund og árétta að allar ákvarðanir og niðurstöður formannafunda sé á þeirra ábyrgð. Um leið er áréttað að menn standi saman og þétt á bak við handknattleikssambandið.

Yfirlýsinguna í heild er hægt að lesa hér fyrir neðan:

„Við undirritaðir formenn félaga í Olís deild karla samþykkjum tillögu að leikjafyrirkomulagi sem lögð var fyrir formannafundi HSÍ í dag af HSÍ. Í tillögunni kemur fram breyting á leikjaniðurröðun og að leikið verður í landsleikjafríi til að ná samfellu í deildarkeppnina.


Við hörmum þá umræðu sem fór af stað eftir síðasta formannafund og áréttum að allar ákvarðanir og niðurstöður formannafunda eru algerlega á ábyrgð okkar formanna félaganna.


Við leggjum áherslu á að við erum einu forsvarsmenn félaganna gagnvart HSÍ og okkur ber að móta okkar afstöðu innan okkar félaga með þeim aðilum sem til þess eru þar bærir.


Við þær erfiðu aðstæður sem við búum við vegna Covid er mikilvægt að við stöndum saman og heil á bak við okkar sérsamband.


Við lýsum yfir fullum stuðningi við framkvæmdastjóra og nýkjörna stjórn HSÍ og vonum að við getum klárað Íslandsmótið með sem bestum hætti.


Reykjavík, 17.04.2021
Hannes Sigurðsson, formaður Aftureldingar
Ásgeir Jónsson, formaður FH
Bjarni K. Eysteinsson, formaður Fram
Kári Garðarsson, framkvæmdastjóri Gróttu
Þorgeir Haraldsson formaður Hauka
Davíð Óskarsson, formaður ÍBV
Sigurður Rúnarsson, formaður ÍR
Haddur Júlíus Stefánsson, formaður KA
Þórir Haraldsson, formaður Selfoss
Pétur Bjarnason, formaður Stjörnunnar
Gísli Gunnlaugsson, formaður Vals
Magnús Eggertsson, formaður Þór.“

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -