- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Frá dönsku meisturunum til þeirra ungversku

Ulrik Kirkely fer frá Fjóni til Ungverjalands næsta sumar. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Ulrik Kirkely þjálfari danska meistaraliðsins Odense Håndbold kveður félagið við lok leiktíðar og tekur við þjálfun ungverska meistaraliðsins GyőrAudi ETO. Ungverska félagið greindi frá þessu á blaðamannafundi í morgun. Við sama tilefni var sagt frá því að brasilíska landsliðskonan Bruna de Paula komi til liðs við Győr Audi ETO næsta sumar. Hún leikur um þessar mundir með franska meistaraliðinu Metz.


Kirkely tekur við þjálfun Győr af Spánverjanum Ambros Martín sem er á sínu öðru heila keppnistímabili að þessu sinni en hann þjálfaði liðið einnig í nokkur ár á síðasta áratug. Samningur Kirkely við Győr er til tveggja ára með möguleika á þriðja árinu verði sameiginlegur áhugi á.


Kirkely hefur náð afar góðum árangri með Odense Håndbold og stýrt liðinu til sigur í dönsku úrvalsdeildinni tvö síðustu ár. Hann hefur víðtæka reynslu af þjálfun síðasta áratuginn. Kirkely þjálfaði Randers um skeið og var einnig þjálfari kvennalandsliðs Japans og aðstoðarþjálfari danska kvennalandsliðsins við hlið Jan Pytlick. Einnig var Kirkely þjálfari karlalandsliðs Sádi-Arabíu.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -