- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Frábær endasprettur skilaði sjö marka sigri í Linz

Víða er velt vöngum yfir væntanlegu gengi íslenska landsliðsins á EM. Mynd/Kristján Orri
- Auglýsing -

Íslenska landsliðið í handknattleik karla vann austurríska landsliðið með sjö marka mun í síðari vináttuleiknum sem fram fór í Linz í Austurríki í kvöld, 37:30. Staðan var jöfn 16:16, að loknum fyrri hálfleik. Næsti leikur íslenska landsliðsins verður gegn Serbíu á Evrópumótinu í Ólympíuhöllinni í München á föstudaginn. Flautað verður til leiks klukkan 17.


Íslenska liðið lék frábærlega síðasta stundarfjórðunginn í Linz í kvöld. Liðið var mark yfir, 26:25, þegar hálfleikurinn var hálfnaður. Eftir það var fljótlega farið í 5/1 sem gekk vel auk þess sem Viktor Gísli Hallgrímsson kom í markið á ný og varði vel. Sóknarleikurinn gekk afar vel allan síðari hálfleikinn en eftir að það tókst að loka betur vörninni þá skildu leiðir liðanna.

Eftir 10 mínútna leik var forskotið fjögur mörk eftir afar góða byrjun íslensku piltanna. Eftir það og fram að hálfleik var sóknarleikurinn mistækur, varnarleikurinn ekki eins góður og best var á kosið. Austurríkismenn jöfnuðu metin og komust marki yfir a.m.k. í tvígang. Gísli Þorgeir Kristjánsson jafnaði metin, 16:16, á síðustu sekúndu leiktímans.

Viggó Kristjánsson kom inn með mikinn kraft í sóknarleikinn í síðari hálfleik. Ísland komst fjórum mörkum yfir áður en stjórnleysi kom upp á báðum endum vallarins sem varð þess valdandi að austurríska liðið komst inn í leikinn aftur. Síðasti stundarfjórðungurinn var á hinn bóginn afar góður og skilaði sigrinum.

Sigvaldi Björn Guðjónsson átti stórleik. Skoraði 11 mörk úr 11 skotum. Einu sinni var dæmd á hann lína. Annars fullkominn leikur. Viktor Gísli Hallgrímsson varð einnig mjög vel í markinu og svaraði fyrir slakan leik á laugardaginn. Alls skoruðu 11 leikmenn mark fyrir íslenska liðið að þessu sinni.

Mörk Íslands: Sigvaldi Björn Guðjónsson 11 (11 skot), Viggó Kristjánsson 5, Gísli Þorgeir Kristjánsson 3, Ómar Ingi Magnúson 3/1, Elvar Örn Jónsson 3, Stiven Tobar Valencia 2, Aron Pálmarsson 2, Haukur Þrastarson 2, Bjarki Már Elísson 2, Janus Daði Smárason 2, Elliði Snær Viðarsson 2.
Varin skot: Viktor Gísli Hallgrímsson 14/2, 42,4% – Björgvin Páll Gústavsson 1, 9,1%.

Mörk Austurríkis: Lukas Hutecek 10, Sebastian Frimmel 5, Mykola Bilyk 5, Janko Bozovic 4, Tobias Wagner 3, Lukas Herburger 2, Bois Zivkoivc 1.
Varin skot: Constantin Möstl 6, 24% – Rafl Patrick Häusle 4, 20%.

Tölfræði HBStatz.

Handbolti.is fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -