- Auglýsing -
- Auglýsing -

Frakkar sluppu með skrekkinn – stangarskot á síðustu sekúndu

Isabel Guialo leikmaður Angóla fékk óblíðar viðtöku frá Meline Nocandy liðsmanni franska landsliðsins í leiknum í Stafangri í kvöld. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Ólympíumeistarar Frakka sluppu með skrekkinn gegn Angóla í síðari viðureigninni í D-riðli heimsmeistaramóts kvenna í handknattleik í Stavanger í kvöld. Liðin eru með íslenska landsliðinu í riðli. Frakkar mörðu sigur, 30:29, en leikmenn Angóla áttu stangarskot á síðustu sekúndu leiksins. Frakkar skoruðu sigurmark sitt 22 sekúndum fyrir leikslok eftir að liðsmenn Angóla höfðu jafnað metin með tveimur mörkum í röð.


Franska landsliðið var þremur mörkum í hálfleik, 18:15. Angólaliðið var aldrei langt undan fyrr en nokkuð leið á síðari hálfleik þegar Frakkar náðu fjögurra marka forskoti, 28:24. Virtust þeir ætla að gera út um leikinn. Afríkumeistararnir, sem verða andstæðingar íslenska landsliðsins á mánudaginn, neituðu að gefast upp fyrr en í fulla hnefana.

Chloé Valentini var markahæst í franska liðinu með sex mörk. Laura Flippes og Coralie Lassource skoruðu fjögur mörk hvor. Isabel Evelize Wangimba Guialo skoraði sex mörk fyrir angólska landsliðið og var markahæst. Azenaide Danila José Carlos var þar á eftir með fimm mörk.

Íslenska landsliðið mætir franska landsliðinu á laugardaginn og Angóla á mánudaginn.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -