- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fram krækir í markvörð

Soffía Steingrímsdóttir markvörður er mætt á ný í markið hjá Gróttu. Mynd/Eyjólfur Garðarsson

Deildarmeistarar Fram í Olísdeild kvenna hafa samið við Soffíu Steingrímsdóttur markvörð Gróttu. Hefur hún skrifað undir tveggja ára samning og kemur til liðs við Fram í sumar, eftir því sem fram kemur í tilkynningu handknattleiksdeildar Fram.


Soffía hefur undanfarin tvö ár verið aðalmarkvörður Gróttu í Grill66-deildinni og vakið verðskuldaða athygli fyrir vasklega frammistöðu.


Soffíu er ætlað að koma í stað Ástrósar Önnu Bender sem dró sig til hlés í vetur eftir að hafa komið til Fram frá Aftureldingu fyrir tímabilið.


Hafdís Renötudóttir, landsliðsmarkvörður, og Írena Björk Ómarsdóttir verða áfram í herbúðum Framliðsins sem flytur sig um set úr Safamýri í Úlfarsárdal í sumar.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -