- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fram leysir línumanninn sterka undan samningi

Marko Coric, línumaður Fram. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Handknattleiksdeild Fram hefur orðið við beiðni línumannsins sterka Marko Coric um að vera leystur undan samningi. Í tilkynningu frá Fram í kvöld kemur fram að Coric hafi óskað eftir þessu af fjölskylduástæðum. Marko mun spila síðasta leik sinn fyrir Fram á föstudaginn þegar liðið sækir Gróttu heim í Hertzhöllina 12. umferð Olísdeildar karla.


„Marko og eiginkona hans eiga von á sínu fyrsta barni síðar í þessum mánuði. Þau hafa tekið ákvörðun um að búa fjölskyldunni heimili í heimalandi sínu, Króatíu. FRAM virðir þá ákvörðun og kveður Marko með söknuði. Hann hefur verið góður liðsmaður innan sem utan vallar,“ segir í tilkynningu sem Fram gaf út í kvöld.

Coric kom til Fram sumarið 2022 frá Bregenz í Austurríki. Hann hefur sett sitt mark á leik liðsins og tvímælalaust verið einn allra öflugasti línumaður Olísdeildarinnar auk þess að vera öflugur varnarmaður. Brotthvarf Coric verður sannarlega blóðtaka fyrir Framara sem eru í 5. sæti Olísdeildar með 13 stig eftir 11 leiki eftir stórsigur á Haukum í síðustu viku.

Staðan í Olísdeildum og næstu leikir.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -