- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fram notaði tækifærið og tyllti sér á toppinn

Hafdís Renötudóttir og Karen Knútsdóttir, Framarar. Mynd/Skapti Hallgrímsson, akureyri.net
- Auglýsing -

Fram komst upp í efsta sæti Olísdeildar kvenna þegar liðið lagði HK með níu marka mun í upphafsleik 3. umferðar deildarinnar í Framhúsinu í dag, 30:21. Aðeins munaði einu marki á liðunum að loknum fyrri hálfleik, 17:16.


Framarar skelltu í lás í vörninni í síðari hálfleik auk þess sem markvarslan var afar góð. Leikmenn HK áttu engin svör og máttu játa sig sigraða að viðstöddum 137 áhorfendur í Framhúsinu.


Fram hefur þar með fimm stig að loknum þremur leikjum. Valur og Íslands- og bikarmeistara KA/Þórs koma þar á eftir með fjögur stig en eiga leik til góð. Bæði lið eru í eldlínunni í Evrópubikarkeppninni þessar helgina.


Mörk Fram: Þórey Rósa Stefánsdóttir 8, Emma Olsson 7, Ragnheiður Júlíusdóttir 5, Hildur Þorgeirsdóttir 4, Harpa María Friðgeirsdóttir 2, Tinna Valgerður Gísladóttir 1, Kristrún Steinþórsdóttir 1, Svala Júlía Gunnarsdóttir 1, Erna Guðlaug Gunnarsdóttir 1.
Mörk HK: Jóhanna Margrét Sigurðardóttir 8, Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir 5, Elna Ólöf Guðjónsdóttir 3, Alexandra Líf Arnarsdóttir 2, Þóra María Sigurjónsdóttir 1, Tinna Sól Björgvinsdótir 1, Sara Katrín Gunnarsdóttir 1.

Stöðuna og næstu leiki í Olísdeild kvenna er hægt að sjá hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -