- Auglýsing -
- Auglýsing -

Framarar fóru með bæði stigin úr Kaplakrika

Ingunn María Brynjarsdóttir, efnilegur markvörður Fram. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Ungmennalið Fram vann FH í eina leik dagsins í dag í Grill 66-deild kvenna, 33:23. Leikið var í Kaplakrika í Hafnarfirði. Framarar voru átta mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 18:10. Liðin eru jöfn að stigum í fjórða og fimmta sæti með 16 stig. Fram hefur lokið 14 leikjum en FH 13.

Viðureignin var jöfn framan af fyrri hálfleik áður en Framarar tóku af skarið og náðu nokkurra marka forskoti sem jókst eftir því sem á hálfleikinn leið.

Markverðir liðanna voru öflugir, Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir hjá FH og Ingunn María Brynjarsdóttir unglingalandsliðsmarkvörður Fram.

Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.

Mörk FH: Brynja Katrín Benediktsdóttir 5, Emilía Ósk Steinarsdóttir 5, Ena Car 3, Lara Zidek 3, Svava Lind Gísladóttir 2, Karen Hrund Logadóttir 2, Thelma Dögg Einarsdóttir 1, Gyða Kristín Ásgeirsdóttir 1, Katrín Ósk Ástþórsdóttir 1.
Varin skot: Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir 16.

Mörk Fram U.: Valgerður Arnalds 10, Íris Anna Gísladóttir 7, Sara Rún Gísladóttir 6, Matthildur Bjarnadóttir 6, Sóldís Rós Ragnarsdóttir 2, Embla María Böðvarsdóttir 1, Elín Ása Bjarnadóttir 1.
Varin skot: Ingunn María Brynjarsdóttir 16, Þórdís Idda Ólafsdóttir 2.

Tölfræðin hjá HBStatz.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -