- Auglýsing -
- Auglýsing -

Framarar fóru með stigin frá Ásvöllum – afleitir Haukar

Matas Pranckevicus, markvörður Hauka, Heimir Óli Heimisson og Adam Haukur Baumruk og félagar í Haukum taka á móti Fram. Mynd/J.L.Long
- Auglýsing -

Framarar halda sínu striki í öðru sæti Olísdeildar karla í handknattleik eftir sanngjarnan sigur á Haukum á Ásvöllum í kvöld, 34:32, og tíu marka forskot í hálfleik, 22:12.

Hörmungarleikur Hauka í fyrri hálfleik kom leikmönnum svo sannarlega í koll. Þeir lentu 12 mörkum undir snemma í síðari hálfleik og náðu aldrei að bíta fullkomlega úr nálinni eftir þá gröf sem þeir grófu sér.


Haukar eru þar með áfram í áttunda sæti með fimm stig eftir sjö leiki. Fram með 11 stig eftir átta leiki, aðeins stigi á eftir Val.


Leikur Hauka í fyrri hálfleik var einn sá slakasti sem lið félagsins hefur sýnt um langt skeið. Ekki var heil brú í sóknarleiknum. Menn gerði ekki færri en tíu tæknifeila, mest sendingar sem rötuðu út fyrir hliðarlínu. Fyrir vikið fékk Framliðið hvert hraðaupphlaupið á fætur og öðru og skoraði amk helming af 22 mörkum sínum í hálfleik eftir hröð upphlaup og fleiri ef gamla góða seinni bylgjan er talin með.


Ekki blés byrlega fyrir Haukum framan af fyrri hálfleik. Þeir lentu snemma 12 mörkum undir, 24:12 og voru 10 mörkum undir, 26:16, eftir tíu mínútur. Eftir það hertu menn upp hugann og unnu niður forskot Framliðsins jafnt og þétt. Þegar fimm mínútur voru eftir var forskot Fram fjögur mörk og Haukar áttu þess kost að brúa bilið niður í þrjú mörk. Það tókst ekki. Örvæntingarfullar tilraunir í lokin í bland við handapat á leikmönnum Fram hafði nær því fært Haukum annað stigið. Það gerðist þó ekki.


Mörk Hauka: Geir Guðmundsson 7, Andri Már Rúnarsson 6, Heimir Óli Heimisson 4, Guðmundur Bragi Ástþórsson 4, Adam Haukur Baumruk 3, Atli Már Báruson 3, Brynjólfur Snær Brynjólfsson 2, Össur Haraldsson 1, Ágúst Ingi Óskarson 1, Ólafur Ægir Ólafsson 1.
Varin skot: Matas Pranckevicus 6, 21,4%, Magnús Gunnar Karlsson 4, 26,7%.
Mörk Fram: Luka Vukicevic 10, Þorsteinn Gauti Hjálmarsson 7/1, Alexander Már Egan 4/4, Ólafur Brim Stefánsson 3, Þorvaldur Tryggvason 2, Stefán Darri Þórsson 2, Arnar Snær Magnússon 2, Marko Coric 1, Reynir Þór Stefánsson 1, Kristófer Dagur Sigurðsson 1, Ívar Logi Styrmisson 1.
Varin skot: Lárus Helgi Ólafsson 9, 30%, Magnús Gunnar Erlendsson 4, 26,7%.


Staðan í Olísdeildinni:

Valur7601225 – 18712
Fram8431237 – 23011
Afturelding7322198 – 1849
Selfoss7412215 – 2009
FH7322192 – 1978
ÍBV7322242 – 2068
Stjarnan6222169 – 1716
Haukar7214196 – 1975
Grótta6213168 – 1645
KA6213167 – 1745
ÍR7205192 – 2454
Hörður7007200 – 2460


Handbolti.is fylgdist með leiknum á Ásvöllum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -