- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Framarar höfðu betur í Kórnum

Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Ungmennalið Fram fagnaði í dag sínum fyrsta sigri í Grill66-deild kvenna á leiktíðinni þegar liðið vann ungmennalið HK örugglega í Kórnum, 34:24, eftir að hafa verið sjö mörkum yfir, 16:9, þegar fyrri hálfleikur var afstaðinn.


HK-liðið bíður enn eftir fyrsta sigri sínum á leiktíðinni sem er rétt nýlega hafinn en leikurinn var hluti af annarri umferð Grill66-deildarinnar.


Daðey Ásta Hálfdánsdóttir er greinilega að ná sér á strik eftir slæm meiðsli sem hún varð fyrir vorið 2021 og héldu henni frá keppni nær alla síðustu leiktíð. Ingunn María Brynjarsdóttir, markvörðurinn efnilegi, átti einnig afar góðan leik í marki Fram.

Hún var markahæst hjá Fram með átta mörk. Unglingalandsliðskonan Inga Dís Jóhannsdóttir var áberandi í leik HK.


Mörk HK U.: Inga Dís Jóhannsdóttir 5, Anna Valdís Garðarsdóttir 4, Rakel Dórothea Ágústsdóttir 4, Jóhanna Lind Jónasdóttir 4, Margrét Guðmundsdóttir 3, Amelía Laufey Gunnarsdóttir 2, Auður Katrín Jónasdóttir 1, Inga Fanney Hauksdóttir 1.
Varin skot: Íris Eva Gísladóttir 9, Jenný Dís Guðmundsdóttir 2.

Mörk Fram U.: Daðey Ásta Hálfdánsdóttir 8, Dagmar Guðrún Pálsdóttir 6, Sara Rún Gísladóttir 5, Sóldís Rós Ragnarsdóttir 5, Arnbjörg Bertha Kristjánsdóttir 3, Valgerður Arnalds 3, Arnbjörg Bertha Kristjánsdóttir 2, Íris Anna Gísladóttir 2.
Varin skot: Ingunn María Brynjarsdóttir 14.

Ýtarlegri tölfræði leiksins er hjá HBStatz.

Staðan og næstu leikir í Grill66-deildunum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -