- Auglýsing -
- Auglýsing -

Framarar leika til úrslita – ÍBV komið í sumarleyfi

Erna Guðlaug Gunnarsdóttir og Emma Olsson (29), leikmenn Fram. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Fram leikur um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik kvenna gegn annað hvort Val eða KA/Þór. Fram lagði ÍBV í þriðja sinn í kvöld, 27:24, og gerði þar með út um rimmuna í þremur leikjum án þess að ÍBV tækist að krækja í einn vinning.

Fram var með þriggja marka forskot í hálfleik, 15:12, eftir að ÍBV skoraði tvö síðustu mörk leiksins.

Fyrsti leikurinn í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn verður föstudaginn 20. maí.


Fram var með yfirhöndina í leiknum frá upphafi til enda. Forskotið sveiflaðist frá tveimur mörkum til fimm marka allan leikinn. ÍBV-liðið ógnaði aldrei Framliðinu svo að þessu sinni að hætta virtist vera á. Varnarleikur Fram var frábær að þessu sinni eins og í fyrri viðureignum í úrslitarimmunni auk þess sem Hafdís Renötudóttir átti enn einn framúrskarandi leikinn í markinu.


ÍBV var alltaf á eftir frá upphafi. Leikmenn gáfust hinsvegar aldrei upp og reyndu hvað þeir gátu. Þeir eru vafalaust vonsviknir þegar upp er staðið frá þessu einvígi að hafa ekki náð að gera það meira spennandi en raun varð. Um var að ræða sjötta leik ÍBV á tólf dögum og ljóst að það kom niður á þrekinu auk þess sem Elísa Elíasdóttir var ekki með að þessu sinni eftir að hafa meiðst á mánudagskvöldið í annarri viðureign liðanna. Það létti ekki róðurinn að Marija Jovanovic var vísað af leikvelli í þriðja sinn þegar hátt í 15 mínútur voru til leiksloka.


Mörk Fram: Karen Knútsdóttir 8/4, Steinunn Björnsdóttir 5, Þórey Rósa Stefánsdóttir 4, Hildur Þorgeirsdóttir 4, Kristrún Steinþórsdóttir 2, Perla Ruth Albertsdóttir 2, Emma Olsson 1, Hafdís Renötudóttir 1.
Varin skot: Hafdís Renötudóttir 14/1, 41,2%.

Mörk ÍBV: Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 12/5, Sunna Jónsdóttir 7, Lina Cardell 2, Marija Jovanovc 1, Karolina Olszowa 1, Marta Wawrzykowska 1.
Varin skot: Marta Wawrzykowska 9, 33,3% – Erla Rós Sigmarsdóttir 1, 12,5%.

Öll tölfræði leiksins er hjá HBStatz.


Handbolti.is var í Framhúsinu og fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -