- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Framarar unnu stórsigur í Mýrinni – Steinunn mætti til leiks

Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Fram vann tíu marka sigur Stjörnunni í 17. umferð Olísdeildar kvenna í handknattleik í Mýrinni í dag. Fram var með þriggja marka forskot í hálfleik, 12:9, eftir að hafa byrjað leikinn af miklu krafti og skorað átta af fyrstu níu mörkunum.

Með sigrinum fór Fram upp að hlið Hauka í öðru sæti Olísdeildarinnar með 24 stig, átta stigum á eftir Val. Haukar eiga tvo leiki til góða.

Framan af síðari hálfleik náði Stjörnuliðið að halda í við Fram en en síðasta stundarfjórðunginn þá datt botninn úr leik heimaliðsins. Mistökin hrúguðust upp í sóknarleiknum, boltinn tapaðist oft auk þess sem markskot heppnuðust ekki sem best gegn Andreu Gunnlaugsdóttur, öflugum markverði Fram. Jafnt og þétt dró meira í sundur með liðunum svo að lokum skildu tíu mörk liðin að. Óþarflega stórt tap hjá Stjörnuliðinu sem hefur verið að sækja í sig veðrið upp á síðkastið.

Sóknarleikur Framara gekk afar vel í síðari hálfleik. Vörn Stjörnunnar var gloppótt og voru markverðirnir Elísabet Millý Elíasardóttir og Darija Zecevic ekki öfundsverðar að hlutskipti sínu að þessu sinni. Sú síðarnefnda náði sér bara alls ekki á strik.

Steinunn Björnsdóttir með syni sínum Tryggva eftir leikinn í dag. Mynd/Ívar

Steinunn mætti til leiks

Steinunn Björnsdóttir lék sinn fyrsta leik á keppnistímabilinu með Fram en hún fæddi dreng í nóvember. Hún skoraði tvö mörk og tók hressilega til hendinni í vörninni. Ljóst að koma hennar styrkir enn meira Framliðið á endaspretti deildarinnar.
Fram er nú jafnt Haukum að stigum í öðru sæti deildarinnar.

Haukar eiga tvo leiki til góða. Stjarnan situr í sjötta sæti og þrátt fyrir 10 marka tap í dag er ljóst að leikmenn liðsins munu verja sætið með kjafti og klóm á endasprettinum en Stjarnan á fjóra leiki eftir.

Staðan í Olísdeild kvenna og næstu leikir.

Mörk Stjörnunnar: Eva Björk Davíðsdóttir 8/1, Embla Steindórsdóttir 4, Helena Rut Örvarsdóttir 4, Anna Karen Hansdóttir 2, Vigdís Arna Hjartardóttir 1, Guðmunda Auður Guðjónsdóttir 1.
Varin skot: Elísabet Millý Elíasardóttir 9, 39,1% – Darija Zecevic 2, 11,1%.
Mörk Fram: Alfa Brá Hagalín 9, Þórey Rósa Stefánsdóttir 5, Erna Guðlaug Gunnarsdóttir 4, Elna Ólöf Guðjónsdóttir 3, Harpa María Friðgeirsdóttir 3, Berglind Þorsteinsdóttir 3, Steinunn Björnsdóttir 2, Elín Ása Bjarnadóttir 1.
Varin skot: Andrea Gunnlaugsdóttir 13/1, 39,4%

Tölfræði leiksins hjá HBStatz.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -