- Auglýsing -
- Auglýsing -

Framari kallaður inn í landslið

Rógvi Dal Christiansen á auðum sjó í leik við KA. Hann leikur ekki með Fram á næstunni. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson.
- Auglýsing -

Rógvi Dal Christiansen línumaður Fram var í morgun kallaður inn í færeyska landsliðið í handknattleik sem í næstu viku leikur þrjá leiki í undankeppni EM í handknattleik karla. Rógvi var ekki í 17 manna hópnum sem valinn var fyrir nokkru síðan en nú er þörf fyrir hann í hópnum eftir að Rókur Akralíð leikmaður HEI Skæring í Danmörku heltist úr lestinni vegna meiðsla.


Þar með er ljóst að báðir færeysku leikmennirnir hjá Fram verða fjarri góðu gamni þegar leikið verður í Olísdeildinni 30. apríl og 3. maí en Vilhelm Poulsen er einnig í landsliðshópi Færeyinga.


Færeyska landsliðið leikur við rússneska landsliðið í Moskvu 28. apríl og tekur á móti Tékkum í Þórshöfn tveimur dögum síðar. Síðasti leikur liðsins verður gegn Rússum í Þórshöfn sunnudaginn 2. maí.


Auk Framaranna tveggja eru tveir leikmenn KA einnig í færeyska landsliðinu að þessu sinni, Allan Norðberg og Nicholas Satchwell.


Frá þessu er greint á Facebook-síðu færeyska handknattleikssambandsins.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -