- Auglýsing -
- Auglýsing -

Framlengir dvöl sína hjá Gróttu

Ágúst Emil Grétarsson í þann mund að skora í leik Gróttu og Aftureldingar í vetur. Mynd/Eyjólfur Garðarsson

Örvhenti hornamaðurinn Ágúst Emil Grétarsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Handknattleiksdeild Gróttu. Ágúst Emil er 24 ára gamall og hefur leikið með Gróttu undanfarin fjögur tímabil, samtals 84 leiki.


Ágúst Emil, sem kom til Gróttu frá ÍBV, hefur skorað 43 mörk í Olísdeildinni og er með um 70% skotnýtingu. Það er mikil gleðitíðindi að Ágúst Emil verði áfram í herbúðum Gróttu, segja Gróttumenn í tilkynningu.


„Ágúst Emil hefur verið vaxandi leikmaður undanfarin ár og hefur í vetur verið frábær. Það er því frábært að hann verði áfram á Nesinu. Ég hlakka mikið til að vinna með honum áfram,“ sagði Arnar Daði Arnarsson þjálfari Gróttu í fyrrgreindri tilkynningu á Facebook-síðu handknattleikdeildar félagsins.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -