- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fredericia tapaði með níu mörkum – Aron meiddist

Aron Pálmarsson - Mynd/EPA
- Auglýsing -

Aalborg Håndbold lagði lærisveina Guðmundar Þórðar Guðmundssonar í Fredericia HK með níu marka mun í fyrri undanúrslitaleik liðanna í úrslitakeppni dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í dag, 31:22. Leikurinn fór fram í Álaborg. Næsta viðureignin verður í Fredericia á miðvikudaginn. Staðan í hálfleik var 16:11, Álaborgarliðinu í hag.

Aron Pálmarsson meiddist snemma leiksins og kom ekkert við sögu eftir það. Hann hafði þá skorað eitt mark fyrir Aalborg Håndbold og átti tvær stoðsendingar. Stefan Madsen þjálfari Aalborg-liðsins, segir í samtali við Nordjyske að eitthvað hafi gefið sig í lærinu. Ekki liggur fyrir hvort meiðslin eru alvarleg.

Arnór Atlason er sem fyrr aðstoðarþjálfari Aalborg-liðsins. Sigurliðið úr rimmu Aalborg og Fredericia mætir GOG eða Skjern í úrslitum. GOG varð meistari í fyrra en Aalborg Håndbold árið á undan.

Einar kom talsvert við sögu

Einar Þorsteinn Ólafsson kom talsvert við sögu í leiknum. Hann skoraði eitt mark fyrir Fredericia HK auk þriggja stoðsendinga.

GOG vann Skjern í fyrsta leik liðanna í hinni rimmu undanúrslitanna, 34:25. Leikurinn fór fram í Phønix Tag Arena í Gudme á Fjóni.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -